Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2005, Blaðsíða 31

Ægir - 01.10.2005, Blaðsíða 31
31 B J Ö R G U N A R A F R E K ir voru látnir, en aðrir voru með því eina sjáanlega lífsmarki að húðlitaðar rendur sáust við nasa- holurnar á andlitum þeirra. Þenn- an morgun vann Mógilsárfólkið mikið þrekvirki við lífgunartil- raunir. Sjö mönnum tókst að koma til lífs með miklu harð- fylgi.“ Íslendingurinn sem stýrði björguninni Þá er komið að þætti Einars Sig- urðssonar, útgerðarmanns á Aðal- björginni RE, sem drýgði mikla hetjudáð í þeim björgunaraðgerð- um sem í hönd fóru. Einar hafði allt frá því Bretar hernámu Ísland annast margvísleg verkefni fyrir hernámsliðið og naut þar óskor- aðs traust allra. Þessa örlagaríku nótt var hringt til Einars og hann beðinn um að fara fyrir landgöngusveit sem hugðist fara í hugasjó út í Viðey til að bjarga mönnum af skipi sem var hlaðið sprengjum. En þetta tókst. Eftir að aðstæður höfðu verið kannaðar var haldið á björgunarpramma út á sundin og á norðanverðu eiðinu sem skilur að vestur og austurey Viðeyjar, var prammanum brimlent. Þegar björgunarsveitin kom á strandstað tókst skipverjum að skjóta línu í land með fluglínu- tækjum - og við þá bundnir björgunarflekar með korkbyrð- ingum áföstum. Á þessum tíma- punkti var stutt í flóð en uppgjöf hvarflaði þó ekki að nokkrum einasta manni. Mennirnir voru dregnir í land hver á fætur öðrum og í fjörugrjótinu stóð Einar Sig- urðsson keikur, dró línuna og tók á móti skipbrotsmönnum. Um klukkan tíu hafði tekist að bjarga öllum þeim sem ekki höfðu sjálfir reynt landtöku. En þá var Einar líka orðinn aðframkominn eftir að hafa staðið klukkustundum sam- an í olíusvörtum sjónum upp að mitti og stundum í axlir. Þegar upp var staðið höfðu 198 bjargast Skeena á standstað í Viðey. Skipið var dregið í brotajárn sem var sett í flutningaskip. Það hins vegar sökk norður af Skotlands- ströndum. Kanadíska sendiráðið sýndi bókinni áhuga og efndi til hófs í tilefni af útgáfu hennar. Á myndinni eru, frá vinstri talið: Peter Chance, Kristbjörg Árnadóttir starfsmaður sendiráðsins, Richard Tétu, sendiherra, og höfundurinn Óttar Sveinsson. Mynd: Sigurður Bogi Sævarsson. Sægarpurinn Einar Sigurðsson skipstjóri á Auðbjörgu. Naut ómælds traust her- námsliðsins, enda maður þrautgóður á raunarstund. Hann þagði yfir afreki sínu í áratugi. aegir10nov2005.qxd 30.11.2005 16:49 Page 31

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.