Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2005, Blaðsíða 32

Ægir - 01.10.2005, Blaðsíða 32
32 B J Ö R G U N A R A F R E K - þar af 6 sem rak inn í Kollafjörð að Mógilsá. 15 fórust. Þeir hvíla í Fossvogskirkjugarði. Einar þagði Fyrir rúmlega ári síðan, þegar slétt sextíu ár voru liðin frá standi Skeenu, komu fimm af skipbrots- mönnunum á Skeenu hingað til lands í heimsókn. Einn í hópnum var Isaac Unger, en bróðir hans var einn þeirra fimmtán skipverja á Skeenu sem fórust. Isaac hefur um áraraðir unnið að heimildaöfl- un um slysið meðal annars í skjalasöfnun kanadíska hersins. Sú vinna greiddi Óttari starfið við ritun Útkalls - hernaðarleyndar- máls. „Ég fór vestur til Kanada snemma í vor og ræddi við alla þá úr áhöfn Skeenu sem ég mögu- lega náði til,“ segir Óttar Sveins- son. „Ég var nokkrar vikur vestra vegna þessa og einnig leitaði ég heimilda hér innanlands. Átti meðal annars afar ánægjulegt samstarf við afkomendur Einars á Aðalbjörginni. Frásagnir þeirra voru athyglisverðar, ekki síst það að heyra að í áraraðir nefndi Einar þennan atburð aldrei einu orði hvorki við fjölskyldu sína né nokkra aðra. Börnin hans höfðu að vísu alltaf óljósan pata af björgunarafreki föður síns, en ef þau spurðu hann um þetta sló hann alltaf út í aðra sálma og horfði í hina áttina. Sá trúnaður sem Einar virti við breska her- námsliðið hélt í gegnum þykkt og þunnt. Það var ekki fyrr en 1968 sem hann sagði fyrst frá þessu einstæða björgunarafreki sínu, þá í viðtali við Magnús Finnsson í Morgunblaðinu. Ég fékk kannað hvort strand Skeenu hefði einhversstaðar verið fært í bækur hjá opinberum stofnunum hér heima, en svo var ekki. Sævar Jóhannesson hjá Lögreglunni í Reykjavík, sem er mikill áhuga- maður um sögu Íslands í seinni heimsstyrjöld, fann ekkert í dag- bókum Reykjavíkurlögreglunnar um strandið. Ekki eina einustu færslu!“ Skeena grandaði skipum Þjóðverja Óttar segir að allt fram undir þetta hafi manna á meðal verið á floti ýmsar þjóðsögur um ástæður Skeenu. „Flestar hafa sögurnar hins vegar verið nokkuð fjarri sanni. Ein var sú að skipverjar hafi verið búnir að granda þýsk- um kafbát hér sunnan við landið og verið að halda upp á það með því að hafa vín um hönd. Það sé orsök strandsins. Sú saga er auð- vitað fjarri sanni,“ segir Óttar og bætir við að merkilega hljótt hafi verið, allt fram á þennan dag, um þennan atburð. Það hafi til dæmis merkilega lítið umtal vakið þótt Reykjavíkingar hefðu séð tundur- spilli uppi í Viðeyjarfjöru. En sakir samkomulags Þjóðstjórnar- innar og hernámsliðs Breta hafi fjölmiðlar ekkert greint frá strandi Skeenu og hinu mikla af- reki sem unnið var við björgun skipverjanna. „Ég ræddi þetta við Sverri Þórðarson, sem í áratugi var blaðamaður á Morgunblaðinu, og minntist hann þess ekki að hafa heyrt umtal um strand og því síð- ur að skrifaðar hafi verið fréttir um atburðinn,“ segir Óttar. Nokkru eftir strandið var Skeena dregin yfir Viðeyjarsund og upp í fjöruna þar sem nú er Sundahöfn. Þar var skipið bútað niður í brotajárn, sem sett var í hollenskt skip sem draga átti til Skotlands. Hollenska skipið sökk hins vegar úti fyrir Skotlands- ströndum. Þar í söltum sjó hvílir Skeena; tundurspillirinn happa- sæli, sem grandaði mörgum þýsk- um skipum og átti þar með nokkurn skerf í að Bandamenn höfðu Þjóðverja undir í orustunni um Atlantshaf. Eins og stórt skúbb Óskadraumur sérhvers blaða- manns er að koma með frétt sem kemur hlutunum á hreyfingu - og varpar ljósi á atvik eða málefni sem legið hafa verið ósögð. „Í þessari bók er fyrst núna sagt heildstætt frá þessum atburði hér á landi. Kannski má segja að hér sé fyllt í eyðu í björgunarsögu Ís- lendinga,“ segir Óttar og bendir á að í fyrri Útkallsbókum sínum hafi hann á annars kunnum mál- um fundið fleti sem legið hafi í þagnargildi. Það eigi meðal ann- ars við í bókum um Geysisslysið á Vatnajökli haustið 1950 og þegar Goðafossi var sökkt úti fyrir Garðskaga 1944. Í þessari nýjustu bók sé hins vegar sögð saga sem ótrúlega fáir hafi þekkt til skamms tíma. Gamli maðurinn og hafið. Peter Chance siglingafræðingur var einn helsti heimildamaður Óttars og kom sérstaklega hingað til lands vegna útkomu bókarinnar. Hér sést hann á skrafi við Svein M. Sveinsson hjá Plús film, sem nú vinnur að gerð heimildamyndar um strand Skeenu. Mynd: Sigurður Bogi Sævarsson. Bókin nýja er ellefta Útkallsbók Óttars Sveinssonar, sem hér sést á skrafi við Hafstein Hafsteinsson, fyrrverandi forstjóra Landhelgisgæslunnar. Mynd: Sigurður Bogi Sævarsson. aegir10nov2005.qxd 30.11.2005 16:49 Page 32

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.