Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2005, Blaðsíða 34

Ægir - 01.10.2005, Blaðsíða 34
34 Þ O R S K S T O F N I N N „Það sem við höfum lagt áherslu á er að það þarf að draga úr sókninni í þorskinn ef við ætl- um að tryggja nýliðun í framtíð- inni. Það má orða það svo að þorskstofninn við Ísland sé vel á sig kominn miðað við aðra þorsk- stofna í Norður-Atlantshafi, en almenn minnkandi framleiðslu- geta þorskstofna á þessu víðfeðma hafssvæði er mikið áhyggjuefni og alveg sérstakt rannsóknarefni. Það er ekki rétt þegar fullyrt er í fjölmiðlum að þorskstofninn okk- ar sé að hruni kominn. Það sem ég og Björn Ævarr Steinarsson höfum bent á, bæði á þessu mál- þingi 7. nóvember sl. og einnig á ráðstefnu Sóknar á Akureyri í október, er að ef við minnkum ekki sóknina í þorskinn, þá séu miklar líkur á því að hrygningar- stofninn verði álíka stór eða minni að þremur til fjórum árum liðnum. Miðað við það samband hrygningarstofns og nýliðunar, sem við á Hafrannsóknastofnun- inni og reyndar kollegar okkar út um allan heim telja að sé fyrir hendi, þá munum við ekki geta aukið þorskaflann á Íslandsmið- um á næstu tíu árum. Við segjum einfaldlega og höfum lengi sagt að með því að minnka sóknina í þorskinn aukum við verulega lík- ur á því að unnt sé að byggja þorskstofninn upp. Nýliðun þorsks hefur undanfarin ár ekki verið nægilega góð, sem er mikið áhyggjuefni, en það rekjum við ekki síst til stærðar og samsetn- ingar hrygningarstofnsins,“ segir Jóhann. Við verðum að fara varlega Á málþinginu þann 7. nóvember sl. gerði Michael Sinclair, fiski- fræðingur og forstjóri Bedford Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar: Höfum ekki haldið því fram að þorsk- stofninn væri að hrynja - en við höfum bent á nauðsyn þess að fara varlega og draga úr sókninni Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, segir það alrangt sem fullyrt hafi verið í kjölfar málþings stofnunarinnar um ný- liðun og framleiðslugetu þorskstofnsins þann 7. nóvember sl. að þorsk- stofninn við Ísland sé að hruni kominn. Það sé algjör oftúlkun, sem fyrst og fremst komi frá þeim sem sátu ekki málþingið og hafi því ekki forsendur til þess að túlka þær umræður sem þar fóru fram. Jóhann Sigurjónsson: Miðað við það samband hrygningarstofns og ný- liðunar, sem við á Haf- rannsóknastofnuninni og reyndar kollegar okk- ar út um allan heim telja að sé fyrir hendi, þá munum við ekki geta aukið þorskaflann á Ís- landsmiðum á næstu tíu árum. aegir10nov2005.qxd 30.11.2005 16:49 Page 34

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.