Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2005, Blaðsíða 38

Ægir - 01.10.2005, Blaðsíða 38
38 Þ O R S K S T O F N I N N Kristján Möller, alþingismaður Samfylkingarinnar og fulltrúi í sjávarútvegsnefnd Alþingis, seg- ist ekki trúa því að þorskstofninn sé að hrynja. Hann telur að vís- indamenn hafi ekki gefið nógu af- dráttarlaus svör um það við hvað eigi að miða með aflaregluna þannig að þorskstofninn nái að byggjast upp. Kristján Möller segist varla geta verið ósammála vísindaleg- um niðurstöðum sem sýni að hrygningarstofninn sé lítill og að það sé forgangsverkefni að byggja hann upp. „Mér sýnist hins veg- ar,“ segir Kristján, „að menn séu að verða sammála um að það er fyrst og fremst aldursskipting stofnsins sem er orðin mjög skökk og að alltof lítið er eftir af stóra fiskinum, þ.e. 9 ára og eldri, sem sumir vilja kalla hinn eigin- lega hrygningarstofn sökum mik- ilvægis stóra fisksins í velheppn- aðri hrygningu og afkomu seiða. Nefnd sjávarútvegsráðherra um langtímanýtingu fiskistofna lagði til að aflareglan yrði 22% - þ.e. að takmarka veiðar við 22% af veiðistofni þorsks í upphafi út- tektarárs en ekki 25% af fram- reiknuðum stofni. Það er auðvitað nokkur skerðing og má vel vera að við verðum að fara eftir, en mér sýnist ekki skipta minna máli að leita allra leiða til að vernda stóra fiskinn á hrygning- arslóð. Annars vekur það athygli mína að Hafró forðast að nefna ákveðna aflareglu sem komi þá í stað 25% reglunnar. Það er nokk- uð undarlegt fyrst fiskifræðingar eru að tala á skerðingarnótunum á annað borð,“ segir Kristján. Hvernig á að hlífa eldri hluta hrygningarstofnsins? Kristján segir að bæði Hafrann- sóknastofnunin og stjórnvöld hafi haft 25% veiðiregluna sem við- mið. „Það er ekki fyrr en nýlega sem raddir fóru að heyrast um annað. Umframveiðin var svo alltaf nokkur, einkum hjá daga- bátunum, en hefur farið ört minnkandi. Manni bregður auð- vitað þegar svona þungi er kom- inn í umræðuna en aftur verð ég að segja að mér finnast vísinda- menn ekki hafa gefið neitt hátt og skýrt í skyn hvaða aflaregla þeir telja að dugi, eða hvernig þeir vilja láta hlífa eldri hluta hrygningarstofnsins.“ Fagna auknu fjármagni til loðnurannsókna Kristján segir engin gögn fyrir- liggjandi sem staðfesti að stöðu þorskstofnsins megi með óyggj- andi hætti tengja of mikilli sókn í loðnuna. „En það er rétt að flottrollsveiðar hafa vaxið stór- lega. Hins vegar fagna ég því að 50 milljóna króna viðbótarfram- lagi til Hafró, sem Einar Kristinn hefur boðað, skuli eiga að ganga að mestu til loðnurannsókna. Það er löngu tímabært að auka þær og auka úthald rannsóknaskipanna. Annað er hreint ekki forsvaran- legt í þeirri miklu óvissu sem loðnuveiðar og ástand stofnsins nú eru í,“ segir Kristján. Tel ekki líklegt að þorskstofninn hrynji Kristján segir að ekki sé hægt að hugsa þá hugsun til enda ef þorskstofninn hrynji. „Hann er nú einu sinni uppistaða 35-40% útflutningstekna okkar af sjávar- afurðum. Ég tel ekki líklegt að stofninn hrynji en það gengur ekkert að komast upp úr lægðinni með hann. Í besta falli erum við núna að viðurkenna hvað er að og gerum kannski eitthvað raunhæft í því,“ segir Kristján Möller, al- þingismaður. Hvaða aflareglu telja fiskifræðingar að dugi? - spyr Kristján Möller, alþingismaður Samfylkingarinnar Kristján Möller, alþingismaður. Mynd: Sigurður Bogi Sævarsson. aegir10nov2005.qxd 30.11.2005 16:49 Page 38

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.