Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2005, Blaðsíða 15

Ægir - 01.11.2005, Blaðsíða 15
15 S A M K E P P N I S H Æ F N I S J Á VA R Ú T V E G S og hvetur til hagkvæmari fjárfest- inga. Hins vegar hafa Norðmenn vinninginn þegar horft er á haf- rannsóknir, enda er mun meira fjármagni varið til hafrannsókna þar en á Íslandi. Aftur á móti telja íslenskir útgerðarmenn að eftirlit með veiðarfærum, veiðislóð og löndun sé skilvirkara en hjá norskum starfsbræðrum þeirra. Ottó segir þetta reyndar koma nokkuð á óvart, því hér- lendir útgerðarmenn hafi einmitt verið að kvarta töluvert yfir óhóf- legu eftirliti. Hagstjórnin fær hærri ein- kunn í Noregi en á Íslandi Ottó segir að varðandi hagstjórn og almenn áhrif stjórnvalda á rekstrarumhverfi fyritækja í sjáv- arútvegi sé samanburðurinn Norðmönnum í vil, en þar er horft til gengisbreytinga, gengis- flökts, verðbólgu, vaxta og ríkis- fjármála. Hins vegar virðist skattaumhverfi vera hagstæðara hér á landi fyrir fyrirtækin en í Noregi og sveigjanleikinn á vinnumarkaði hér er mun meiri en í Noregi, bæði hvað varðar innlent og erlent vinnuafl. Norðmenn eru hins vegar klár- lega fremri Íslendingum þegar kemur að stuðningi til rannsókna og þróunar í gegnum skattakerfið. Ef horft er á stjórnsýsluna í heild er ekki talinn teljanlegur munur milli landanna. Ósáttir við háan flutningskostnað Þegar horft er til innviða samfé- lagsins og umhverfis fyrirtækj- anna fá Norðmenn eilitið hærri einkunn, sem kemur ekki síst til af háum flutningskostnaði hér á landi - bæði innanlands og milli landa. Stjórnendur hérlendra sjáv- arútvegsfyrirtækja lýsa ánægju í rannsókninni með samgöngur og flutninga innanlands og til og frá landinu, en hins vegar sé flutn- ingskostnaðurinn ósamkeppnis- hæfur. Á svipuðu róli í fiskveiðum Í samanburði á fiskveiðum þjóð- anna er ekki marktækur munur. Íslendingar virðast vera sáttari við eftirlit með fiskveiðunum en Norðmenn. Báðar þjóðir fá lága einkunn fyrir að hindra að erlend félög geti keypt sig inn í útgerðir. Framleiðni íslenskra sjómanna er um 18% hærri en hjá starfsbræðr- um þeirra í Noregi. Veltuhraði í útgerð á Íslandi, þ.e. betri nýting á fjárfestingu í skipum, er sömu- leiðis meiri en í Noregi. Norð- menn hafa hins vegar vinninginn með rannsóknir tengdar fiskveið- um. Í þann þátt er varið mun meira fjármagni í Noregi en á Ís- landi. Sterkari samkeppnisstaða ís- lenskrar fiskvinnslu Íslensk fiskvinnslufyrirtæki fá, að sögn Ottós, hærri einkunn en þau norsku, þ.e. samkeppnisstaða ís- lenskrar fiskvinnslu er sterkari en þeirrar norsku. Eitt af því sem styrkir íslenska fiskvinnslu er gott samstarf við íslenska framleiðendur fisk- vinnslubúnaðar og má þar nefna fyrirtæki eins og Marel, Skagann og 3X-Stál. Þá er það staðfest í skýrslunni, eins og menn höfðu talið, að afli berst að landi mun jafnar á Ís- landi en í Noregi. Samspil veiða og vinnslu er meira hér á landi en í Noregi. Skýrslan leiðir ótvírætt í ljós að mun meira framboð er á menntuðu fólki í fiskvinnslu í Noregi en á Íslandi og í raun gildir það sama um fiskveiðarnar. Ísland fær mínus fyrir það í skýrslunni í samanburði við Nor- eg að hér á landi er leyfð aðeins óveruleg erlend fjárfesting í fisk- vinnslu, en engar slíkar hömlur eru í Noregi. Mun meira verðmæti þorks og ýsu á Íslandi Erfiðara reyndist að meta saman- burð á markaðsmálum sjávarút- vegsins, en skýrsluhöfundar telja að þegar á heildina sé litið hafi ís- lenskur sjávarútvegur forskot í markaðssetningu miðað við þann norska. Útflutningstekjur Íslend- inga á þorski miðað við fisk úr sjó er um 19% hærra og um 38% í ýsu. Einnig flytja Íslendingar mun minna út af óunnum eða lítt unnum fiski en Norðmenn. Vonandi aðeins byrjunin Valtýr Þór Hreiðarsson segist ekki vita til þess að sambærileg skýrsla hafi verið unnin áður. Hann segist vænta þess að fyrir íslenskan sjávarútveg komi hún að góðum notum við að bæta það sem megi augljóslega bæta í sam- anburði við Norðmenn. Þess sé vænst að þessi skýrsla sé aðeins byrjunin á víðtækari áframhald- andi vinnu, sem muni á næsta ári leiða til þess að gerður verði sam- anburður á samkeppnishæfni í fleiri löndum við Norður-Atl- antshaf. Nú sé komið ákveðið „módel“ til þess að vinna slíkan samanburð, þótt vissulega verði það alltaf til endurskoðunar. Verðlagsstofa skiptaverðs á Akureyri vann skýrsluna af Íslands hálfu. Þeir báru hitann og þungann af þeirri vinnu - Ottó Biering Ottósson, verkefnisstjóri (t.v.) og Valtýr Þór Hreiðarsson, forstöðumaður Verðlagsstofu skiptaverðs. aegir11_des2005.qxd 16.12.2005 15:46 Page 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.