Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2005, Blaðsíða 21

Ægir - 01.11.2005, Blaðsíða 21
21 S A G A N félagsins. Richard stjórnaði fisk- kaupum innanlands og sölunni erlendis og annaðist bankavið- skiptin, enda var hann stöðugt á ferðalögum. Ólafur var nokkurs konar andlit félagsins út á við og málsvari á opinberum vettvangi, enda þótti hann hafa sterka per- sónutöfra. Kristján Albertsson hafði eftir Richard bróður hans: „Þegar maður utan af landi kem- ur til að hefja viðskipti við okkur í Kveldúlfi, þá reyni ég alltaf að sjá svo um, að það verði Ólafur sem talar við manninn, því manninum fer strax að þykja vænt um Ólaf – og Ólafi um manninn“. Ólafur sótti iðulega fundi í stjórn Félags íslenskra botnvörpuskipaeigenda fyrir föð- ur sinn og varð árið 1918 formað- ur félagsins og þannig talsmaður allra útgerðarmanna í landinu. Þegar Kjartan Thors hætti laga- námi 1916 kom hann til fullra starfa hjá Kveldúlfi sem fram- kvæmdastjóri eins og bræður hans. Þeir Haukur höfðu skrif- stofu saman og þar sat einnig mágur Richards, Guðmundur Þórðarson frá Hól, eftir að hann réðst 1922 til félagsins sem bók- ari. Kjartan og Haukur höfðu einkum með samskiptin við skip- in og starfsfólkið að gera. Á sumrin, þegar síldarvertíðin stóð yfir, skiptust Haukur og Kjartan á að fara norður til Hjalteyrar og vestur á Hesteyri til að stjórna starfseminni þar. Í hlut Kjartans féll iðulega að sjá um samninga um kaup og kjör við verkalýðsfé- lögin í Reykjavík, Dagsbrún og Framsókn. Árið 1926, þegar Ólafur Thors hafði verið kjörinn þingmaður, var nafni hans Ólafur Briem, hinn gamli stöðvarstjóri Milljónarfélagsins í Viðey, ráðinn skrifstofustjóri Kveldúlfs. Gjald- keri Kveldúlfs fram yfir seinna stríð var Ólafur Jónsson, vinur og samstarfsmaður Thors Jensen all- ar götur frá Borðeyrarárunum. Sumum þótti það ærin yfirbygg- ing að hafa fjóra til fimm fram- kvæmdastjóra og urðu um það nokkur blaðaskrif, en hafa þarf í huga að rekstur félagsins var um- svifamikill og gengu bræðurnir í flest störf á skrifstofunni. Vinnu- dagurinn var langur og snúning- arnir margir. „Hér er ég bæði chef og bydreng,“ sagði Ólafur eitt sinn, þegar Indriði tengdafaðir hans mætti honum á harðahlaup- um á Skúlagötunni. Í saltfiskverkun. Starfsfólk Kveldúlfs var yfirleitt mjög sátt við vinnuveitendur sína sem vissulega hafði sitt að segja um þá velgengni sem fyrirtækið átti lengi að mæta. aegir11_des2005.qxd 16.12.2005 15:46 Page 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.