Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2005, Blaðsíða 33

Ægir - 01.11.2005, Blaðsíða 33
33 Æ G I S V I Ð TA L I Ð áhöfninni norður á Svalbarða og skiptum þar, en sl. sumar fórum við til hafnar í Noregi og höfðum áhafnaskipti þar, sem skýrist af því að við vorum að veiða síldina sunnar og vestar sl. sumar en sumarið 2004. Við höfum verið að taka norsk-íslensku síldina al- veg norður á 76. gráðu. Síldin hrygnir við Vestfjor- den og kemur síðan í vestur út í Síldarsmuguna og þaðan áfram í vestur. Ég minnist þess að þegar ég var að byrja á norsk-íslensku síldinni á áttunda áratugn- um fékkst mest af henni í færeyskri lögsögu, en í mörg undanfarin ár hefur sáralítil síldveiði verið þar. Þó má merkja að síldin hafi verið að ganga í vaxandi mæli inn í bæði íslenska og færeyska lögsögu á síð- ustu tveimur árum.“ Fjarvistirnar venjast illa Kannski má á vissan hátt segja að það sé ákveðinn lífsstíll að starfa til sjós - og vera í burtu margar vik- ur í hverjum túr. „Það venst illa að vera svona lengi í burtu frá fjölskyldunni,“ segir Arngrímur. „Fjarvistir eru flestum erfiðar, en síðan er það undir hverjum og einum komið hvernig úr þessu er unnið. Maður ætti auðvitað að vera farinn að venjast þessu eftir öll þessi ár, en ef eitthvað er finnst mér fjarvistirnar vera erfið- ari núna en þegar ég var að byrja í þessu. En kannski er maður búinn að vera of lengi í þessu? Þetta eru jú orðin 36 ár,“ segir Arngrímur, en af þeim starfs- mönnum sem hafa verið hjá Samherja í gegnum tíð- ina er Arngrímur með mesta skipstjórnarreynslu. Lítið og þröngt samfélag Það er í mörg horn að líta fyrir skipstjóra á stórum vinnustað eins og Vilhelm Þorsteinsyni. Hvernig myndi Arngrímur lýsa starfinu? „Ég segi eins og maðurinn sagði við mig þegar ég spurði hann á bryggjunni úti í Bergen þegar ég var að fara um borð í Garðar hvert mitt hlutverk væri. Þá svaraði maðurinn: „Þú berð ábyrgð á þessu!“ Það er nokkuð til í þessu. Maður ber fyrst og fremst ábyrgð á skipinu frá því að það fer frá bryggju og þar til það leggst aftur að bryggju. Það má kannski segja að ég sé verkstjóri um borð, þó svo að ég hafi undir sér mér verkstjóra sem stýra ákveðnum verkþáttum um borð. En almennt er það svo að ekkert er manni óviðkomandi. Þetta er lítið og þröngt samfélag, þverskurður af þjóðfélaginu. Ólíkir menn, með ólíkt skap, sem verða að læra að sitja þröngt. Fyrir marga er mjög mikill lærdómur að vera hluti af slíku sam- félagi. Það koma upp hin ólíklegustu mál úti á sjó og ég held að það sé afar mikilvægt að allir í áhöfn- inni geti leitað til skipstjórans með ýmis mál sem á þeim brenna. Sjómenn eru ekki minni tilfinninga- verur en aðrir. Ef einhver erfið mál koma upp úti á sjó, þá verður maður einfaldlega að klára þau, það er ekkert val í því. En það er nú svo að þegar vel geng- ur, mikið fiskast og nóg er að gera, þá er léttara yfir mannskapnum. Og veðrið hefur líka mikið að segja. Þannig er oft léttara yfir mönnum yfir sumartímann þegar veðrið er betra og næturnar bjartar, heldur en í kolniðamyrki og kuldatíð á vetrum.“ Að fara vel með áhöfn og skip „Það sem ég legg mesta áherslu á er að fara vel með áhöfn og skip. Síðan er hugsunin auðvitað sú að fiska sem mest og búa til verðmæta vöru og skila öllu heilu heim. Ég er alltaf með andvara á mér frá því að fari er frá bryggju og þar til komið er heim aftur. Innst inni er ég alltaf á vakt og það er hinn eðlileg- asti hlutur. Fyrir vikið er ég oft nokkuð þreyttur þegar í land er komið og það tekur nokkra daga að gíra sig niður og átta sig á því að maður getur að skaðlausu sleppt því að hlusta á veðurfregnirnar!“ Í hverjum túr á Vilhelm eru 24 í áhöfn - skipstjóri og stýrimaður sem skiptast á í brúnni, þrír vélstjórar, matsveinn og tvær átta manna vaktir sem sjá um veiðarfæri og vinnsluna. Annarri vaktinni stýrir ann- ar stýrimaður og bátsmaður hinni. „Vaktmennirnir standa 6 tíma vaktir, sem rúlla allan sólarhringinn, en skipstjóri og stýrimaður skipta að jafnaði sólar- hringnum með sér á tveimur tólf tíma vöktum. En það er þó nokkuð algengt að skipstjóri sé á vaktinni í fjórtán til sextán og oft upp í átján tíma.“ Vilhelm Þorsteinsson EA 11 kom til heima- hafnar fánum prýddur í september 2000. Þessi mynd var tekin við það tækifæri. Mynd: Þórhallur Jónsson. aegir11_des2005.qxd 16.12.2005 15:47 Page 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.