Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2005, Blaðsíða 34

Ægir - 01.11.2005, Blaðsíða 34
34 Æ G I S V I Ð TA L I Ð +2'   ' 3  , .. 44567879 Í góðu sambandi í land Arngrímur segir að skipin sendi daglega skeyti til útgerðarinnar til að upplýsa um hvernig veiðarnar gangi, veður o.fl. „Þessi uppplýsingamiðlun er mik- ilvæg, enda sér útgerðin í landi um að koma vörun- um á markað og því þurfa menn að geta áætlað hvenær flutningaskip eigi að vera til taks til þess að taka fiskinn og koma honum á markað. Þorsteinn Már og Kristján Vilhelmsson hafa daglega samband við okkur og fylgjast vel með hvernig okkur gengur. Þetta finnst mér mjög gott og ég minnist þess að þegar ég var að byrja sem skipstjóri var afar gott að fá stuðning Þorsteins og geta afgreitt mál okkar í milli án málalenginga.“ Erfiðara að manna skipin Á þingi Farmanna- og fiskimannasambandsins undir lok nóvember sl. kom fram í máli Árna Bjarnasonar, forseta sambandsins, að hann hefði miklar áhyggjur af þróun mála varðandi mönnun skipa. Tekjur sjó- manna hafi lækkað það mikið að erfitt væri orðið að manna skipin. Arngrímur segir að ungt fólk í dag hafi miklu meiri möguleika á öllum sviðum, jafnt í námi sem starfi, en þegar hann var ungur. „Ég held að það sé lykilatriði í að fá menn til sjós að geta boð- ið þeim háar tekjur og góðan aðbúnað. Það er ekki þar með sagt að útlendingar séu verri vinnukraftur til sjós en Íslendingar, en hins vegar geta tungumála- örðugleikar gert erfitt fyrir í öllum samskiptum um borð í fiskiskipi. Fyrir svo utan það að menning og ýmsar hefðir íslenskra og erlendra sjómanna geta ver- ið ólíkar. En ég hygg að það sé rétt að við séum að sjá ákveðnar breytingar í þessu og það má ætla að þró- unin verði hraðari en maður gat búist við. Fyrir fimm árum sagði maður sem svo að eftir fimmtán ár mætti búast við að íslensk skip yrðu að hluta mönn- uð erlendum sjómönnum, en ég held að flestum sé ljóst að það er styttra í þetta en maður hafði reiknað með.“ Mikil tækniþróun Arngrímur telur að það megi alltaf gera betur í menntun sjómanna, enda hafi orðið mikil tækniþró- un. „Þeir sem eru að koma út úr skólum í dag fá ör- ugglega mjög góða menntun, en við sem menntuð- um okkur fyrir tuttugu til þrjátíu árum þurfum ör- ugglega á því að halda að endurmennta okkur. Þegar ég fór fyrst á Kaldbak man ég að í brúnni var stýris- hjól, einn dýptarmælir, örbylgjutalstöð, kompás og stýrisvísir. Annað var ekki í brúnni. Í samanburði við nýjustu skipin í dag hafa breytingarnar verið gríðar- lega miklar. Ekki þar fyrir að auðvitað lærir maður á þessa nýju tækni, en það er vissulega nauðsyn á góðri og markvissri menntun fyrir skipstjórnendur nú til dags. Það sem við, þessir eldri, höfum framyfir þá sem koma beint úr námi er reynslan. Velbúnaðurinn um borð í stórum vinnsluskipum eins og Vilhelm er líka mjög flókinn og það er ekki ofsögum sagt að í þessum skipum sé í raun rekið heilt bæjarfélag. Raf- magnsnotkunin um borð í Vilhelm er til dæmis á við heilt þorp.“ Dagur eftir þennan dag Arngrími vafðist tunga um tönn þegar hann var inntur eftir því hvernig hann teldi að hans undir- menn myndu lýsa honum sem skipstjóra. „Þú verður að spyrja þá,“ sagði hann að bragði. „Ég vil hafa það að leiðarljósi í mínum störfum að fara vel með áhöfn og skip. Og ég vil að hlutirnir gangi vel fyrir sig og ekki þurfi að segja mönnum mikið til. Kannski er ég harður húsbóndi á sumum sviðum, en ég vænti þess líka að mínir menn geti sagt um mig að ég sé sann- gjarn. Ég er sú manngerð að vilja fara varlega og taka ekki óþarfa áhættu, mér fellur betur að hafa vaðið fyrir neðan mig. Jú, sjálfsagt á ég það til að vera hundleiðinlegur við mína menn, en ég held að ég sé fljótur að jafna mig. Með tímanum hefur manni lærst að gera ekki óraunhæfar kröfur. Hlutirnir geta ekki verið hundrað prósent í öllum tilvikum. Ég við- urkenni að um tíma var maður kannski haldinn of mikilli fullkomnunaráráttu. Það er auðvitað þannig að það er alltaf hægt að gera betur. Og trúlega er engin atvinna önnur til en fiskveiðar sem það á betur við að gott sé að vera vitur eftir á. En mér hefur lærst það með tímanum að það hefur nákvæmlega engan tilgang að svekkja sig of lengi ef veiðarnar ganga ekki eins vel og maður hafði vænst. Það kemur nefnilega alltaf dagur eftir þennan dag.“ Erfitt að átta sig á loðnunni Arngrímur segir að óneitanlega hafi fiskgengd breyst á undanförnum árum og áratugum. „Einhvern veg- inn finnst mér að náttúran sé að rugla okkur dálítið í ríminu. Ég tel að breyting á hitastigi sjávar hljóti að hafa töluvert að segja í lífkeðjunni í sjónum. Ég hugsa að það verði alltaf erfitt að átta sig á loðnunni, enda er hún skammlíf og því er sjálfsagt erfiðara en ella að átta sig á henni. Það virðist vera alveg ljóst að heiti sjórinn er alltaf að teygja sig norðar og loðnan er stofn sem sækir í kaldan sjó. Manni finnst því ekki óeðlilegt að hún sæki í kaldari sjó og af þeim sökum færi hún sig norður á bóginn. Að mínu mati er því erfitt að spá fyrir um ástand loðnustofnins. Sumir telja að stofninn sé að hrynja, en ég rifja þá upp að 1981 voru loðnuveiðar bannaðar og síðan höfum við verið með mjög góðar loðnuvertíðir. En ég skal við- urkenna að ég hef séð minna af loðnu að undanförnu en margir aðrir hafa talað um. En hvort stofninn er kominn að einhverjum hættumörkum, það finnst mér ólíklegt. Sumir hafa gagnrýnt flotvörpuveiðar á loðnu, en ég hef ekki trú á því að þær séu að breyta göngumynstri loðnunnar. En það er eins og það er að erfitt er að fullyrða nokkuð um það sem á sér stað undir yfirborði sjávar. En að sjálfsögðu eigum við að hafa það að leiðarljósi í öllum okkar veiðum að fara varlega,“ segir Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri á Vilhelm Þorsteinssyni EA. Þetta er lítið og þröngt samfélag, þverskurður af þjóðfélaginu. Ólíkir menn, með ólíkt skap, sem verða að læra að sitja þröngt. Fyrir marga er mjög mikill lærdómur að vera hluti af slíku samfélagi. Sjálfsagt á ég það til að vera hundleiðinlegur við mína menn, en ég held að ég sé fljótur að jafna mig. Með tímanum hefur manni lærst að gera ekki óraunhæfar kröfur. Hlutirnir geta ekki verið hundrað prósent í öllum tilvikum. aegir11_des2005.qxd 16.12.2005 15:47 Page 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.