Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2005, Blaðsíða 36

Ægir - 01.11.2005, Blaðsíða 36
36 S J Ó Ð I R Stjórn sjóðsins nýtti sér vinnu sem hafði verið unnin af stýrihópi um aukið verðmæti sjávarfangs, sem sjávarútvegsráðherra hafði sett á fót í janúar 2002 og lauk störfum í nóvember sama ár. (nálgast má skýrslu hópsins á heimasíðu AVS www.avs.is) Stjórnin ákvað að manna fjóra faghópa sem fjölluðu um fiskeldi, líftækni, markaðsmál og veiðar, vinnslu, búnað og gæði. Reynt að nýta þá þekkingu sem fyrir var við myndun hópanna. Fiskeldis- hópurinn er þannig að mestu leyti með sama mannskap og þor- skeldishópur sem starfaði á veg- um ráðuneytisins. Líftæknihóp- urinn er reyndar nýr og er undir verkefnisstjórn starfsmanns Sam- taka iðnaðarins og tengist ný- stofnuðum samtökum líftækni- fyrirtækja. Markaðshópurinn er undir forystu Útflutningsráðs Ís- lands og vinnsluhópurinn er að stærstum hluta frá Samstarfsvett- vangi sjávarútvegs og iðnaðar. Þannig hefur verið leitast við að hafa skipulag sjóðsins einfalt og skilvirkt og áhersla lögð á samstarf við ólíka aðila sem starfa í greininni, eins og samsetning faghópanna gefur til kynna. Markmið AVS Markmið sjóðsins er að styrkja einstaklinga, fyrirtæki, rann- sókna- og þróunarstofnanir og há- skóla til að vinna að verkefnum sem geta aukið verðmæti sjávar- fangs. Því hefur megin starfsemin snúist um að taka við umsóknum og leggja á þær faglegt mat. Boð- ið hefur verið upp á tvenns konar verkefnisumsóknir. Einu sinni á ári hefur verið hægt að sækja um stærri verkefni þ.e. verkefni þar sem óskað er eftir hærri styrk en einni milljón króna og spanna allt að þrjú ár og svo forverkefni eða smáverkefni þar sem styrkur er lægri en ein milljón króna og verktími eitt ár eða styttri. Hægt hefur verið að sækja um smáverk- efnin hvenær sem er ársins og hefur verið úthlutað til slíkra verkefna allt árið eins og fjármun- ir hvers árs heimila. Mest er sótt um stærri verkefni og hefur ferill slíkra umsókna ver- ið með þeim hætti að einn um- sóknafrestur er á ári hverju. Um- sækjendur velja þann faghóp sem þeir telja að umsóknin falli best að og tekur sá faghópur við um- sókninni og leggur faglegt mat á verkefnið. Faghóparnir skila síðan tillögum til stjórnar sjóðsins á grundvelli matsins um hvaða verkefni bæri helst að styrkja. Stjórn AVS fer yfir tillögur allra faghópanna og forgangsraðar verkefnum. Tillögur stjórnarinnar eru síðan sendar til sjávarútvegs- ráðherra sem ákveður endanlega hverjir fá styrk hverju sinni. Þorskkvóti til áframeldis AVS sjóðurinn hefur einnig haft umsjón með umsóknum í þorsk- kvóta til áframeldis, en úthlutað hefur verið 500 tonnum af óslægðum þorski árlega síðan á fiskveiðiárinu 2001/2002. Þess- um kvóta er úthlutað til fyrir- tækja sem eru að gera tilraunir með eldi og í raun að undirbúa sig fyrir þorskeldi framtíðarinnar. Kvótinn hefur reynst fyrirtækjun- um afar mikilvægur til að byggja upp þekkingu og reynslu, auk þess sem ýmis rannsóknaverkefni styrkt af AVS hafa tengst tilraun- unum. Frá því AVS sjóðurinn tók til starfa árið 2003 hefur verið út- hlutað styrkjum til 145 verkefna að upphæð um 406 milljónir króna. Hluti af ráðstöfunarfé AVS er af sérstökum fjárlagalið sem ætlaður er til að styrkja eldi sjáv- ardýra sérstaklega og hefur sú upphæð verið 19,1 milljón króna undanfarin ár. Fjölbreytt verkefni Samkvæmt reglum sjóðsins fá verkefni aldrei hærri styrk en sem nemur 50% af heildarkostnaði verkefnis. Oftast er styrkhlutfall- ið nokkuð lægra og því má full- yrða að AVS sjóðurinn hafi orðið til þess að rannsókna- og þróunar- verkefni fyrir um einn milljarð króna hafi verið unnin í íslensk- um sjávarútvegi síðastliðin þrjú ár. Páll Gunnar Pálsson. Höfundur er matvælafræðingur hjá Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins og verkefn- isstjóri AVS rannsókna- sjóðsins. AVS rannsóknasjóðurinn hóf störf í febrúar 2003 og er megin mark- mið sjóðsins að styrkja verkefni til að auka verðmæti sjávarfangs. Sjá- varútvegsráðherra skipaði stjórn sjóðsins, en sjóðurinn starfar á vegum sjávarútvegsráðuneytisins. AVS rannsóknasjóðurinn Mynd 1. aegir11_des2005.qxd 16.12.2005 15:47 Page 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.