Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2005, Blaðsíða 41

Ægir - 01.11.2005, Blaðsíða 41
41 E L D I S Þ O R S K U R er marktækur munur á milli hópa á degi 16. Þrátt fyrir að munurinn hafi ekki verið marktækur á degi 16 þá var aleldisfiskurinn metinn sem ferskari, þar sem hann fékk einkunnina 6,8 á meðan villti þorskurinn fékk einkunnina 6. Eftirtektarvert er að sjá að flökin af villta þorskinum fá einkunnina 7 á 11. degi, sem er hlutlaus einnkunn, en þá eru mestu fersk- leikaeinkennin horfin en skemmdareinkenni eru ekki kom- in í ljós, á meðan flökin af eldis- þorskinum fá þessa sömu einkunn á 15. degi. Niðurstaðan var því sú að eldisflökin héldu ferskleikan- um lengur þó að endanlegt geymsluþol sé svipað á milli hópa, en þessi mismunur er mikilvægur þegar söluhæfni af- urðanna er skoðuð. Lengri ferskleiki hjá eldis- þorski, sem skynmatsdómarar fundu, gæti verið að hluta til áhrif frá lágu sýrustigi (sjá mynd 4) sem hafi áhrif á ensímatísk hvörf í vöðvanum sem hugsanlega hægja á niðurbroti á sætubragði (ferskleikabragði) eldisfisksins. Skynmat á áferðareiginleikum með QDA heildargreiningu á soðnum þorskflökum yfir geymslutímabilið sýndi mark- tækan mun (p<0,01) á öllum áferðarþáttum þegar borið er saman áferðarmat á villtum þorskflökum og eldisþorskflök- um. Flök frá aleldisfiski reyndust marktækt stinnari, seigari, þurr- ari, gúmmíkenndari og kjöt- kenndari en flök af villtum þorski. Niðurstöður frá sýrustigsmæl- ingum í vöðva eru sýndar á mynd 4. Eins og sést á myndinni er greinilegur munur á pH í vöðva eldisþorsks og villts þorsks. Í upphafi geymslutímans á degi 2 er eldisþorskur með pH 5,99 en á sama tíma er villtur þorskur með pH 6,55. Þessi munur á sýrustigi, u.þ.b. 0,5, á milli hópa hélst út allan geymslutímann. Lægra sýrustig í aleldisþorskinum hefur líklega mikil áhrif á holdgæði fisksins hvað varðar los. Lágt sýrustig í vöðva getur haft nei- kvæð áhrif á vöðvapróteinin á þann hátt að bandvefsfestingar við vöðva geta rofnað, en los hefur verið talsvert vandamál hjá eldis- þorski. Þessi mikli sýrustigsmun- ur kemur ekki á óvart þar sem eldisfiskurinn kemur stríðalinn til slátrunar, en villti þorskurinn kemur mjög líklega úr sveiflu- kenndu fæðuframboði. Vel alinn fiskur hefur meira glykógen í vöðva og er því til staðar meiri efniviður til að framleiða mjólk- ursýru eftir dauða, sem veldur sýrustigslækkun. Niðurstöður úr TVB-N mæl- ingu, en TVB-N er mælikvarði á niðurbroti próteina og amínosýra vegna örvera og ensíma, sýndi að fyrstu níu dagana eru TVB-N gildi (mynd 5) nánast þau sömu hjá aleldisþorski og villtum þorski. En næstu þrjá daga hækk- aði TVB-N gildi í villtum þorski sig hraðar, sem síðan jafnaðist út aftur á degi 13 eða við u.þ.b. 30 mg TVB-N mg N/100g. Á degi 14-16 hækkaði þá TVB-N gildi aleldisfisks sig hraðar. Á degi 16 féllu línurnar saman aftur en þá voru gildin komin yfir 45 mgN/100g, en 35 mg/100 g er það gildi sem hefur verið notað sem viðmiðun á skemmd í fersk- um fiski í reglugerð Evrópusam- bandsins. Á heildina litið er hægt að túlka það svo að TVB-N myndun í þorskflökum við kæli- geymslu sé mjög svipuð í aleldis- þorski og í villtum þorski. Niðurstöður frá TMA (trimet- hylamine) og TMAO (trimethyla- minoxíð) mælingum í fiskvöðva eru sýndar á mynd 6. Efnið TMAO er til staðar í sjávarfisk- um, en við geymslu brotnar það niður í TMA að tilstuðlan örvera (aðallega) og ensíma. TMA er það efni sem gefur frá sér hina ein- kennandi skemmdarlykt og skemmdarbragð sem finnst í fiski. Skemmdarmynstrið sem kemur fram með TMA mæling- um (mynd 6) er mjög líkt og myndast með TVB-N mælingum (mynd 5). Það kemur ekki að óvart að skemmdarferillinn sé lík- ur þar sem heildarmagn reikulla basa (TVB-N) samanstendur að mestu leyti af TMA og NH3. Niðurstöður mælinga á TMAO voru aðeins gerðar í tveimur út- tektum á geymslutímanum hjá villta þorskinum, það er eftir tveggja og eftir tólf daga geymslu í kæli en í 3 úttektum hjá aleldis- þorskinum þ.e. eftir 2, 12 og 19 daga. Þar sem aðeins er um örfáar mælingar að ræða er besta línan sem dregin er á milli punktana mjög ónákvæm, þ.e. aðeins vís- bending. Mælingarnar sýna að eftir tveggja daga kæligeymslu er Mynd 4. Sýrustig (pH) í vöðva aleldisþorsks og villts þorsks á geymslutímabilinu. Mynd 6. TMA og TMAO í roðrifnum flökum aleldisþorsks og villts þorsks við geymslu við 0-1°C. Mynd 5. TVB-N í aleldisþorski og villtum þorski við 0-1°C kæli- geymslu. Þorskurinn var geymdur flakaður og roðrifinn. aegir11_des2005.qxd 16.12.2005 15:47 Page 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.