Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2005, Blaðsíða 43

Ægir - 01.11.2005, Blaðsíða 43
43 F R É T T I R framleiðandi en S. putrefaciens og að örverutalning upp á log 7/g af P. phosphoreum samsvari 30 mgN/100g TMA í pökkuðum þorskflökum. Þarna kemur ef til vill skýringin á því hvers vegna framleiðslan á TMA er svipuð í eldisþorski og villtum þorski við geymslu í kæli þó að TMAO innihald sé nánast helmingi hærra í villtum þorski í upphafi, þ.e. tveimur dögum eftir slátrun. Það er því vísbending um að Photobacterium phosphoreum geti verið mikilvægur skemmdar- valdur í eldisþorski. Hugsanlega inniheldur skemmdarflóran einnig Pseudomonas tegundir, sem voru ekki mældar sérstaklega í þessari tilraun. Lokaorð Samantekt úr geymslutilrauninni á þorskflökum frá eldisþorski samanborið við villtan þorsk var að eldisþorskurinn heldur ein- kennandi ferskleikabragði mark- tækt lengur en villtur þorskur en endanlegt geymsluþol er þó mjög svipað eða um 16 dagar frá slátr- un og veiðum. Þetta er lengra geymsluþol á þorskflökum en tíðkast (12 dagar), en lágur heildarörverufjöldi í upphafi vegna vandaðrar ísunar strax eftir slátrun/veiðar, auk góðrar stjórn- unar á hitastigi við vinnslu og geymslu hafa haft áhrif þar á. Þess má geta að mjög svipað geymslu- þol hefur náðst á roðkældum flökum (-1°C) eða 14 daga frá flökun og 17 daga frá veiðum. Ástæðan fyrir því að eldisþorskur dæmdist ferskur lengur en villtur þorskur getur stafað af því að samsetning skemmdarörveruflór- unnar var ekki sú sama hjá báð- um hópum. Til að mynda þá uxu H2S-myndandi örverur mun hægar í eldisþorskinum en villta þorskinum. sem telst ákjósanlegt þar sem H2S-myndandi örverur eru taldar vera á meðal helstu skemmdarörvera í fiski. Aftur á móti mældist Photobacterium phosphoreum (Pp) í ríkjandi mæli (log 6,7/g) á 16. geymslu- degi eldisþorsksins meðan fjöldi H2S-myndandi örvera (log 5,6/g) var tífalt minni. Hins vegar voru H2S-myndandi örverur (log 6,8/g) í miklum mæli í villta þorskinum en Pp (log 4,8/g) ekki eins áberandi. Sýrustig í vöðva var mun lægra í eldisþorskinum en villta þorskinum en það getur átt sinn þátt í að skýra örveru- samsetninguna, þar sem Pp þolir lægra sýrustig betur en Sp (H2S- myndandi örverur). Athyglisvert var að við svipað magn TVB-N og TMA á 16. degi hjá báðum hópunum fékk eldisþorskurinn hærri skynmatseinkunn (um 7) en hröð myndun slíkra basískra efna átti sér stað við frekari geymslu. Samt sem áður fundu skynmatsdómararnir síður TMA bragð í eldisfiskinum og dæmdu hann ferskari til 16. dags. Talið er að sýrustig þurfi að vera um pH 6,7 til að TMA lykt og bragð finnist, en pH holdsins á 16. degi var um 7 fyrir villta þorskinn en 6,6 fyrir eldisþorskinn. Þetta lága pH eldisþorsksins getur hins veg- ar haft neikvæð áhrif varðandi los og aðra áferðarþætti sem eru mjög mikilvægir gæðaþættir. Skynmatsdómar á áferðareigin- leikum þorskflaka við geymslu var að eldisþorskurinn var mark- tækt þurrari, seigari, stinnari, gúmmíkenndari og kjötkenndari en villtur þorskur á öllum úttekt- ardögunum. aegir11_des2005.qxd 16.12.2005 15:47 Page 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.