Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2005, Blaðsíða 56

Ægir - 01.11.2005, Blaðsíða 56
56 U P P G J Ö R Á R S I N S við getum veitt eins og um miðja síðustu öld þrjú til fimm hundr- uð þúsund tonn á ári. Ég er ekki í þeim hópi manna sem veit hvað er til ráða, en auðvitað spyr mað- ur sig hvort verið geti að við séum að gera rangt með til dæmis veiðum okkar á loðnu sem síðan með öðrum þáttum kemur í veg fyrir að við náum að byggja þorskstofnin upp að nýju. Til að reyna að svara svona vangaveltum verðum við að stórefla hafrann- sóknir. 2. Ég hef málað nokkuð dökka mynd af þessu ári, það liggur því beinast við að vonast til að á næsta ári veikist gengi krónunnar þannig að sjávarútveginum verði búin viðunandi rekstrarskilyrði hvað það varðar. Þá vonast ég til að fiskistofnar okkar vaxi og dafni sem aldrei fyrr, þannig að afkoma þeirra manna sem á sjónum starfa megi vera sem allra best. Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva: Gengishækkun krónunnar hefur sligað mörg fyrirtæki 1. Það sem ber hæst að mínu mati á árinu 2005 er áframhald- andi gengis- hækkun ís- lensku krón- unnar gagn- vart erlend- um gjaldmiðlum og þau nei- kvæðu áhrif sem hún hefur á rekstur og afkomu sjávarútvegs- fyrirtækja. Hefðu ekki komið til erlendar verðhækkanir á sjávarafurðum, sem brúa að hluta þá lækkun skilaverðs sem gengishækkunin orsakar, þá er nokkuð öruggt að mun fleiri fyrirtæki í sjávarútvegi væri nú komin í þrot. Það er kaldhæðnislegt að á tímum geng- ishækkunar skulum við einnig vera að fást við verðbólgu innan- lands umfram viðmiðunarmörk í kjarasamningum. Í þeim var gert ráð fyrir umtalsvert lægra gengi og að verðbólga væri engu að síð- ur nálægt viðmiðun Seðlabank- ans. Í stað verðhjöðnunar mælist nú verðbólga nálægt 4% á sama tíma og gengi krónunnar hefur styrkst um nálægt 10% á þessu ári. Nýlega tókst að koma í veg fyr- ir að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði opnuðust á ný í byrjun næsta árs, með samkomu- lagi Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins, með að- komu ríkisvaldsins varðandi nokkur mikilvæg félagsleg mál- efni. Af öðrum þáttum má nefna áframhald á langvarandi erfiðleik- um í rækjunni með tilheyrandi lokun rækjuverksmiðja sem ekki sér fyrir endann á og þá óvissu sem skapaðist þegar sumarveiðar á loðnu féllu niður. Í lok september sl. lét Árni M. Mathiesen af störfum sem sjávar- útvegsráðherra eftir sex áru setu í ríkisstjórn og tók við embætti fjármálaráðherra og Einar K. Guðfinnsson tók við embætti sjávarútvegsráðherra sama dag. Samtök fiskvinnslustöðva höfðu gott samstarf við Árna Mathiesen sem sjávarútvegsráðherra og er honum óskað velfarnaðar í nýju embætti. Þá er Einari Kristni Guðfinnssyni óskað velfarnaðar, en hann hefur góðan bakgrunn og reynslu í sjávarútvegi sem mun án efa nýtast honum vel í starfi. 2. Ég er ekkert sérstaklega bjart- sýnn á gengi sjávarútvegsfyrir- tækja á árinu 2006. Kemur þar ýmislegt til. Þar vegur þróun gengis þyngst eins og á þessu ári. Ætla má að gengi krónunnar verði áfram óhagstætt fyrir út- flutningsgreinar á næstunni þrátt fyrir að krónan hafi nokkuð gefið eftir í viðskiptun í fyrstu vikum desember á þessu ári. Flestir virð- ast skilja að þessi háa króna er að sliga mörg fyrirtæki, engu að síð- ur er eins og önnur sjónarmið vegi þyngra og hagsmunir þeirra sem vilja halda uppi hárri krónu ráði þar mestu. Ætla verður að gengi krónunnar muni láta undan síga á næstunni og lagi sig að þeim raunveruleika sem við búum við. Nú er tryggt að vinnu- friður verði á almennum vinnu- markaði til ársloka 2006 að minnsta kosti. Aftur á móti er að skapast ófriðlegt ástand á vinnu- markaði hjá starfsfólki nokkura sveitarfélaga þrátt fyrir gildandi kjarasamninga og virðast stjórn- endur nokkurra sveitarfélaga ekki hafa það úthald og ábyrgð sem nauðsynleg er til þess að halda sjó á kosningaári til sveitarstjórna. Íslenskur sjávarútvegur hefur margoft sýnt hvers hann er megn- ugur að takast á við breyttar að- stæður. Árið 2006 verður án efa eitt af þeim árum sem greinin þarf að laga sig að síbreytilegu umhverfi með þeim sigrum og ósigrum sem slíkum aðstæðum fylgir. Að endingu óska ég öllum þeim sem starfa við sjávarútveg bestu óskir um gleðilegt nýtt ár. Kristján Geirsson, fagstjóri mengunarvarna sjávar á Umhverfisstofnun: Sátt um að halda hafinu hreinu og ómenguðu 1. Haustið 2004 tóku gildi lög nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda og starf Um- hverfisstofn- unar árið 2005 tengdum málefnum hafsins markaðist að miklu leyti af þess- um merka áfanga. Að mörgu hef- ur þurft að huga vegna hins nýja lagaumhverfis þar sem annars vegar hefur farið saman setning nýrra reglugerða, endurskoðun eldri reglugerða, og endurmat á starfsháttum Umhverfisstofnunar og annarra aðila sem starfa sam- kvæmt lögunum, og hins vegar kynning um víðan völl á lögun- um, nýjum reglugerðum og því sem er á döfinni. Í daglegu amstri stjórnsýslunn- ar hefur fangað athygli mína sá almennt jákvæði tónn sem ég hef orðið var við á kynningarfundum og í samtölum við fulltrúa út- gerða, sjómanna og hafnarstarfs- manna gagnvart umhverfi hafs- ins. Það er sameiginlegt markmið og sátt um það grundvallaratriði að halda hafinu umhverfis Ísland hreinu og ómenguðu. Ferskur fiskur veiddur á sjálfbæran hátt úr hreinu og ómenguðu hafi er grundvöllur að efnahag landsins og það er mikilvægt að viðhalda og styrkja þá ímynd. Þetta eru ekki ný sannindi og ég held því ekki fram að hér sé um stefnu- breytingu að ræða í afstöðu sjáv- arútvegsins, en segir kannski sögu um nokkurn skort á sam- aegir11_des2005.qxd 16.12.2005 15:48 Page 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.