Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2007, Blaðsíða 39

Ægir - 01.11.2007, Blaðsíða 39
39 B J Ö R G U N A R A F R E K uðum við hann lúdó. Hann var þá allur að koma til.“ Bresku skipbrotsmennirnir dvöldust á Látrum og í Breiðuvík í tvo daga. Voru þá fluttir með hestum yfir í Ör- lygshöfn og þaðan með Pétri Ólafssyni mjólkurpósti á bát yfir til Patreksfjarðar. Kvikmyndin og Sargoon Og líf á Útvíknabæjum var eftir þetta býsna fljótt að falla í fastar skorður að nýju. „Já, mér finnst merkilegt hvað var lítið talað um þetta. Það var helst talað um þegar menn voru að villast í þokunni á leiðinni á og af bjarginu. Í fyllingu tímans fórum við samt að skilja hve mikið hafði verið í húfi, eins og þegar í útvarpinu var sagt að þarna hefði verið unnið mikið björgunarafrek,” segir Hrafn- kell. Björgunarmönnum var ým- is heiður sýndur, meðal ann- ars af hálfu Slysavarnafélags- ins. Árið 1949 komu til Pat- reksfjarðar tvö bresk herskip þar sem kempunum við ysta haf - Hafliða Halldórssyni, Þórði Jónssyni, Daníel Egg- ertssyni, Bjarna Sigurbjörns- syni og Andrési Karlssyni - var afhent ein æðsta orða sem hennar hátign Breta- drottning veitir. Þá hefur mik- ið verið skrifað um björgunar- afrekið við Látrabjörg í ýmis blöð og bækur og samnefnd kvikmynd eftir Óskar Gísla- son er velþekkt. Þannig var að um það bil ári eftir að Dhoon fórst undir Látrabjargi kom Óskar vestur til að afla efnis í heimildamynd um þetta mikla björgunarafrek og myndaði meðal annars sig í björg og fleira. Stóð hins veg- ar frammi fyrir því að erf- iðleikum væri háð að mynda björgun úr skipi með flug- línutækjum. Hreppti hins veg- ar það lán í óláni að einmitt meðan hann dvaldist vestra gerði norðan stórviðri og ein- mitt þá strandaði breski tog- arinn Sargoon undir Hafn- armúla við Patreksfjörð. Náði Óskar að mynda björgun skipverja á Sargoon, sem Látrabændur og fleiri stóðu að. Fyrir vikið er heimilda- gildi kvikmyndarinnar mikið og í raun ómetanlegt. Hlegið í bíó „Ég var fluttur hingað suður til Reykjavíkur þegar Látra- bjargsmynd Óskars Gíslasonar var sýnd í bíóhúsum. Mér fannst sjálfsagt mál að sjá myndina og félagi minn frá Kollsvík, Ingvar Guðbjörns- son, fór með mér í Gamla Bíó. Við þekktum náttúrlega allar staðreyndir málsins og hvernig nágrannar okkar höfðu verið farðaðir sem kvikmyndaleikarar og því hlógum við félagarnir mikið að myndinni á meðan aðrir sátu grafalvarlegir og fylgdust með af athygli,“ segir Hrafn- kell. Einn af þeim sem tóku þátt í björgunaraðgerðum og er ekki getið fyrr í þessari frá- sögn er Ásgeir Erlendsson, síðar vitavörður á Látrum. Hann segir frá þessum at- burðum með gagnmerkum hætti í bókinni Ljós við Látra- röst og kemst þar svo að orði um þá viðurkenningu sem björgunarmönnum var sýndur. Látum frásögn Ásgeir vera lokaorðin: „Bretar gerðu okkur mik- inn sóma. Einvers staðar niðri í skúffu á ég heiðursskjal og orðu sem ég fékk frá Slysa- varnafélaginu. Vissulega er ég stoltur af þessu. En mest virði var mér að vita af börnunum sem fengu feður sína heim og öðrum ástvinum þeirra sem ekki þurftu að þola þá bitru reynslu sem margir hafa mætt þegar ekki tókst eins lánlega til og í þetta sinn, þótt allt væri gert sem í mannlegu valdi stóð.“ Samantekt: Sigurður Bogi Sævarsson. Enn vekur björgunarafrekið við Látrabjarga athygli. Ljósmynd Óskars Gíslasonar af björgun skipverja á Sargoon var skeytt inn í Látrabjargsmyndina – og ljósmynd af þeim sama atburði var uppi í Kringlunni á dögunum á sýningu sem efnt var til í til- efni af 110 ára afmæli Blaðamannafélags Íslands. Hér sést Arna Schram formað- ur BÍ skoða myndina. Útvíknamaður. „Þegar karlarnir voru farnir var fullorðna fólkið óvenju hljóðlátt, enda vissu allir að enginn átti heimkomu úr bjarginu vísa,“ segir Hrafnkell Þórðarson frá Látrum í Rauðasandshreppi hinum forna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.