Ægir

Volume

Ægir - 01.11.2007, Page 41

Ægir - 01.11.2007, Page 41
41 raðar vistkerfum saman eftir því hvað þau eru lík (mynd 4). Flokkun staða m.t.t. mengunar Það myndi auðvelda staðarval fyrir fiskeldi í sjó ef til væri flokkunarkerfi fyrir, eftir því hvað þeir væru viðkvæmir fyrir lífrænni mengun. Slík flokkun þyrfti að vera einföld þannig að raunhæft sé að afla nauðsynlegra upplýsinga um mismunandi staði m.t.t. við- takans. Flokkunin verður að vera viðurkennd, þannig að væntanlegir fiskeldisaðilar geti treyst því að sé unnið í samræmi við flokkun viðtak- ans þá sé fiskeldið í samræmi við almennar kröfur. Markmiðið með slíkri flokkun er að flokkunin sé notuð til að skipuleggja fisk- eldi miðað við aðstæður, svo að engum umhverfiskröfum sé fórnað Vöktun Fiskeldi getur valdið mengun sem nauðsynlegt er að fylgjast með. Mengun má skipta í þrjá aðalflokka, þ.e. 1) efnameng- un s.s. kopar, sink og þrávirk efni. 2) áburðarefni, sem geta valdið ofauðgun s.s. kolefni, fosfór og köfnunarefni og 3) lífrænar agnir, sem geta vald- ið uppsöfnun lífrænna efna við eldiskvíar. Eftir að fiskeldi hefst í sjókvíum er nauðsynlegt að fylgjast með mismunandi um- hverfisþáttum til að tryggja að þeir haldi sig innan skil- greindra marka. Þessir þættir eru m.a. áburðarefni, blómg- un þörunga og botndýralíf. Skipta má markmiðum rannsókna á þorskeldi í sjókvíum upp í tvo megin þætti: 1) umhverfi vatnsbóls- ins og 2) umhverfi botns. Áburðarefni í vatnsbol Frá fiskeldi berast áburð- arefni, sem í miklu magni geta valdið auknum vexti þörunga. Þörungar geta vald- ið vandræðum séu þeir í of miklu magni og einnig geta vaxið eitraðir þörungar. Frá upphafi rannsókna á þorskeldi í sjókvíum hefur verið lögð áhersla á umhverf- isvöktun. Með hátæknibúnaði er hægt að fylgjast mjög náið með öllum breytingum sem eiga sér stað í umhverfi sjókvía. Matís hefur yfir að ráða fullkomnu vöktunartæki sem mælir m.a. leiðni, seltu, hitastig, dýpi, straum, súrefni og blaðgrænu (mynd 5). Með því að mæla blað- grænu reglulega er hægt að fylgjast með heildarmagni þörunga. Sýni af þörungum eru síðan tekin reglulega til að skoða þörunga nánar. Á sama hátt eru efnasýni tekin reglulega til að fylgjast með magni áburðarefna. Botnfall lífrænna efna Frá fiskeldiskvíum kemur Þ O R S K E L D I Mynd 3. Tíðnidreifing á straumstyrk. Mynd 6. Mismunandi fjölbreytni sýnd með Shannon-Wiener stuðli. Mynd 5. Umhverfisvöktunartæki kemur upp úr sjó. Mynd 4. Klasagreining á skyldleika umhverfis.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.