Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.2008, Side 9

Ægir - 01.01.2008, Side 9
9 V E S T M A N N A E Y J A R opinberir sem einkaaðilar - hafa rembst eins og rjúpan við staurinn við að tortryggja útgerðarmenn. Lögð hefur verið áhersla á að viðhalda ógeðfeldri mynd arðræningja og kvótabraskara. Þessi nei- kvæða ímynd hefur síðan stutt Alþingi í að beita sértækum skatti og álögum á þessa at- vinnugrein sem við á lands- byggðinni lifum á. Þannig er staðan nú því miður sú að við íbúar í Suðurkjördæmi leggj- um í dag rúmlega 1,1 milljarð (rúmlega eitt þúsund og eitt hundrað milljónir) til vegna svokallaðra potta, línumis- mununar og sértækra skatta. Skýrasta dæmið um þessa ósanngirni er sennilega að 35% íbúa landsins greiða 85% skattsins sem kallaður er auð- lindagjald. Hafa þarf hugfast að árásir á útvegsmenn eru árásir á atvinnulífið í Vest- mannaeyjum og víðar á lands- byggðinni. Sérstakar álögur á sjávarútveginn eru álögur á okkur íbúa þessara bæj- arfélaga þar sem sjávarútvegur er stundaður. Við íbúar Vest- mannaeyja skiljum og finnum á eigin buddu að velgengni sjávarútvegsfyrirtækja er vel- gengni samfélagsins alls og erum því til í að leggjast á eitt með útgerðamönnum til að efla hag sjávarútvegsins. Sum- um virðist þó vera fyrirmunað að skilja þennan þráð milli bæjarfélagsins, íbúa og at- vinnulífsins og láta sem at- vinnulífið starfi í tómarúmi. Á þessum peningi eru svo tvær hliðar. Það dugar ekki að samfélagið standi bara með atvinnulífinu því atvinnulífið þarf einnig að styðja samfé- lagið. Annars slitnar þráð- urinn. Þetta hafa útgerð- armenn og aðrir aðilar í at- vinnulífi okkar Eyjamanna haft í heiðri og engum hefur dulist hversu mikil samfélags- leg vitund útgerðarmanna í Eyjum er.“ Stórgjafir til Heilbrigðisstofn- unar Vestmannaeyja Eins og að framan greinir var Bjarni Sighvatsson sérstaklega heiðraður fyrir framlag hans í gegnum tíðina til samfélagsins í Eyjum. Það er ekki að ástæðulausu því lengi hefur hann lagt ríka hönd á plóg í ýmsum málum í Eyjum. Undir lok desember var hann í for- svari fyrir höfðinglegri gjöf til sjúkrahússins í Vestmannaeyj- um. Bjarni fékk til liðs við sig útvegsmenn og fiskvinnslufyr- irtæki í Eyjum sem og Kven- félagið Líkn og afhenti Heil- brigðisstofnuninni í Vest- mannaeyjum 32 sjúkrarúm að verðmæti 9 milljónir króna og tæki fyrir tæpar 29 milljónir króna. Bjarni varð 75 ára á liðnu ári og upplýsti Sighvatur, son- ur Bjarna, við afhendingu gjafarinnar á Heilbrigðisstofn- uninni að börn hans hafi látið sér detta í hug að gefa föður þeirra golfsett á þessum tíma- mótum. Bjarni vildi hins vegar frekar að þau keyptu rúm fyr- ir sjúkrahúsið. Það var og gert og gott betur því í það heila voru 32 sjúkrarúm keypt, hvert þeirra að andvirði um 300 þúsund krónur, samtals því um 9 milljónir króna, sem fyrr segir. Gunnar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðisstofn- unar Vestmannaeyja, sagði að slíkar gjafir til stofnunarinnar, bæði rúmin og tækjabúnaður, væru ómetanlegar og í raun gerði slíkur höfðingsskapur stofnuninni kleift að halda úti sjúkraþjónustu, að öðrum kosti væri einungis unnt að halda úti öldrunarþjónustu. Tækjabúnaðurinn sem var gefinn að þessu sinni var fyrst og fremst sérstök blöndunar- tæki fyrir krabbameinssjúk- linga, en aðeins tvö sjúkrahús á landinu hafa slíkan búnað, Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri Útvegsbændurnir Bjarni Sighvatsson (t.v.) og Leifur Ársælsson voru sérstaklega heiðraðir fyrir framlag þeirra til samfélagsins í Eyjum. Myndir: Óskar P. Friðriksson/Vestmannaeyjum. Bjarni Sighvatsson stóð ásamt fleirum fyrir veglegri gjöf til Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja. Hér er hann með Drífu Kristjánsdóttur, formanni Kvenfélagsins Líknar, sem eins og margoft áður, kom með myndarlegum hætti að þessari gjöf. Margrét Lára Viðarsdóttir, Íþróttamaður ársins og Eyjakona, dótturdóttir Bjarna Sighvatssonar, var sérstaklega heiðruð af Eyjamönnum fyrir útnefninguna. Eyja- menn eru að vonum stoltir af sínum öfluga fulltrúa.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.