Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.2008, Side 10

Ægir - 01.01.2008, Side 10
10 Gunnar Karlsson, sagnfræð- ingur, kemst að þeirri nið- urstöðu í athyglisverðri sam- antekt, sem hann nefnir „Afli og sjósókn Íslendinga frá 17. öld til 20. aldar“ og er komin út í fjölriti nr. 35 hjá Hafrann- sóknastofnun að fram til 1800 hafi hvert mannsbarn á Íslandi lagt sér um 300 kíló af fiski til munns á ári. Á 19. öldinni hafi neyslan dregist saman og verið komin niður í 200 kg aldamótaárið 1900, sem má fyrst og fremst rekja til inn- flutnings á matvælum Gunnar segir í samantekt sinni að eitthvað af fiskinum sem landsmenn drógu upp úr sjó hafi farið forgörðum. „Eitt- hvað af fiski hefur óhjá- kvæmilega úldnað vegna óvæntra hlýinda eða hirðu- leysis. Skreið og jafnvel salt- fiskur hefur einstöku sinnum fokið á sjó út. Fuglar hafa rænt einhverju örlitlu, flugu- maðkar líklega spillt sumu. En á móti þessu koma þeir hlutar fisksins sem eru sjaldan eða aldrei taldir með í staðtöl- um. Hrogn hafa verið nýtt til matar, auk þess sem þau voru stundum flutt út. Lifur sem var ekki brædd í lýsi til út- flutnings hefur verið étin. Kútmagar (magar fisksins) voru troðnir upp með lifur, stundum blandaðri rúgmjöli, eða þeir voru verkaðir í sýru, sundmagar líka. Úr hrognum voru soðnar kökur. Þorskalýsi var notað með tólg í bræðing. Þorskhausar töldust umræðu- verður hluti fiskmetis, að minnsta kosti af þorski. Svo vel vill til að til er niðurstaða könnunar á því hve mikill matur er í þorskhausum. Tryggvi Gunnarsson banka- stjóri var mikið á móti því að fólk eyddi tíma sínum í að flytja herta þorskhausa upp í sveitir og rífa þá sér til matar. Því fékk hann vanan mann til að rífa stórt hundrað þorsk- hausa og vega afraksturinn, og reyndist hann vera rúm 16 pund eftir hálfs annars dags vinnu. Þetta fannst Tryggva rýr afrakstur,“ segir Gunnar Karlsson. Síld og loðna Gunnar sagði að síld hafi merkilega lítið komið við sögu fyrr en á síðari hluta 19. aldar. Orðið síld sé ekki einu sinni í atriðisorðaskrá Ís- lenskra þjóðhátta Jónasar Jón- assonar. Í hagskýrslum 1849 er fyrst sagt frá saltsíldarút- flutningi, en árið 1868 hófu Norðmenn síldveiðar hér við land og stunduðu þær af krafti í nokkra áratugi. Íslend- ingar tóku síðan við og upp- lifðu síldarævintýri, sem kunnugt er. „Af loðnuveiðum fer litlum sögum á Íslandi fyrr en á síð- ari hluta 20. aldar,“ segir Gunnar. „Í ferðabók sinni segir Eggert Ólafsson að hún sé hvergi étin nema í Eyjafirði en þar hafi menn mikil not af henni. Hún gangi þar upp í landsteina á vorin og liggi á þurru um fjöru. Menn salti hana í ílát og éti smám sam- an. Líklega hefur þessi afla- hrota ekki orðið langvarandi; S A G A N Athyglisverð samantekt Gunnars Karlssonar, sagnfræðings: Í þá daga borðaði landinn fisk! Fiskvinnsla hér á landi – líklega rétt um aldamótin 1900. Mynd: Úr bókinni Ævisaga þorsksins. Áætluð hlutdeild sjávarútvegs í framfærslu Íslendinga 1800-1900.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.