Ægir

Volume

Ægir - 01.01.2008, Page 11

Ægir - 01.01.2008, Page 11
11 engum öðrum sögum fer af loðnuafla í nýlegri útgerð- arsögu Grýtubakkahrepps við austanverðan Eyjafjörð. Í sjáv- arháttakönnun Lúðvíks Kristj- ánssonar ber lítið á loðnu annars staðar en í Skaftafells- sýslu, þar sem hún var hirt rekin á fjöru, oftast á hverju ári, og étin ýmist soðin eða hert. Þá segir að loðnu hafi oft rekið á fjörur í Rang- árvallasýslu, og nokkra vitn- isburði nefnir Lúðvík um að loðnu hafi verið ausið með trogum upp í báta eða hún veidd í pokaháfa. Engar heimildir hef ég um að loðna hafi nokkru sinni farið á markað svo að hún kemur hvergi inn í þessa rannsókn, enda hefur afli af henni sjálf- sagt aldrei verið svo mikill að hann skipti máli í svo grófu yfirliti sem hér er gert. Eins er um fleiri fisktegundir sem voru veiddar til heimaneyslu, svo sem hrognkelsi. sem voru veidd víðs vegar við landið.” Lífsbjörgin Gunnar velti fyrir sér þeirri spurningu hversu mörgum sjávarútvegurinn hafi fram- fleytt hér á öldum áður. „Ef talið væri hve margir þeirra karla sem höfðu atvinnu af sjómennsku að meira eða minna leyti voru kvæntir, hve mörg börn þeir áttu og hve mörg hjú þeir réðu í vinnu kæmi sennilega í ljós að þeir skoruðu þar lægra en meðal- Íslendingurinn. Hlutfallslega margir sjómenn hafa sjálfsagt verið einhleypir vinnumenn sem voru sendir í verið á ver- tíð, sömuleiðis lausamenn eft- ir að lausamennska fór að tíðkast að ráði. Aftur á móti er vafamál hvort ástæða er til að telja þannig. Konum hefur atvinna sjómanna veitt vinnu nokkurn veginn í sama mæli og að verulegu leyti á sama hátt og sveitabúskapur. Kon- ur unnu við fiskverkun og margs konar þjónustu við sjó- menn, matargerð og klæða- gerð nokkurn veginn eins og konur í sveitum.“ Að öllu samanlögðu áætl- aði Gunnar Karlsson að sjáv- arútvegurinn hafi framfleytt um 30% þjóðarinnar fram til 1890, en síðan hafi þessi tala lækkað hlutfallslega. Að sama skapi minnkaði hlutur land- búnaðarins í framfærslu landsmanna þegar leið á 19. öld og verið þá um 50%. Samfara því að hlutur sjáv- arútvegs og landbúnaður minnkaði hlutfallslega varð vöxtur í öðrum greinum eins og iðnaði og þjónustu. Botnfiskafli á Íslandsmiðum árið 1906 skipt hlutfallslega eftir þjóðerni veiðiskipa. S A G A N

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.