Ægir

Volume

Ægir - 01.01.2008, Page 12

Ægir - 01.01.2008, Page 12
12 „Mikilvægasta verkefni okkar í íslenskum sjávarútvegi er að standa þann veg að auðlinda- nýtingu okkar, að afrakstur fiskistofnanna aukist. Sumt er í góðu lagi, en hinar litlu afla- heimildir okkar í þorskinum eru vitaskuld algjörlega óvið- unandi. Sá kostur að damla áfram í lægð lítilla aflaheim- ilda í þorski er því ekki kostur fyrir okkur sem við getum unað við. Við verðum að standa þannig að málum, að á næstu árum sjáum við árangur þess erfiðis sem við leggjum á þjóðina, en umfram allt það fólk sem starfar í sjávarútvegi og sjávarbyggð- irnar sem eiga að svo fáu öðru að hverfa,“ sagði Einar Krist- inn Guðfinnsson, sjávarútvegs- ráðherra, á ráðstefnu sem Hafrannsóknastofnunin efndi til 25. janúar sl. um þorsk á Íslandsmiðum. Sjávarútvegurinn er bakfiskurinn „Á síðastliðnu ári tóku stjórn- völd ákvörðun um 30% skerð- ingu þorskveiðiheimilda svo stofninn ætti möguleika á að styrkjast á komandi árum. Sú ráðstöfun var og er umdeild eins og við öll vitum, en við þá ákvaðanatöku gat ég þess að mikilvægt væri að stykja þekkingargrunninn í framtíð- inni. Í því sambandi hefur ríkisstjórnin varið viðbótarfjár- munum til að styrkja und- irstöður ákvarðanatökunnar, m.a. hins svokallaða togara- ralls. Einnig hefur verið reynt með auknum styrkjum til af- markaðra rannsóknaverkefna að leysa úr læðingi krafta í landinu utan Hafrannsókna- stofnunarinnar eða í samstarfi við hana, sem burði hafa til að leggja af mörkum til þor- skrannsóknanna. Þó svo að Hafrannsókna- stofnunin sé enn sem fyrr burðarás rannsóknastarfsins í landinu, hafa hér starfsmenn háskólanna og nemendur rækilega hvatt sér hljóðs með sjálfstæðum hætti eða í sam- starfi við sérfræðinga Haf- rannsóknastofnunarinnar, svo eftir er tekið. Það er mik- ilvægt að allir þeir sem eru í aðstöðu til að leggja af mörk- um til vísindalegra rannsókna á fiskistofnum okkar leggist á eitt, vinni saman og stuðli þannig að því að samfélagið njóti góðs af fjárfestingunni í rannsóknunum með vel und- irbyggðri nýtingarstefnu fyrir þorsk á komandi árum. Það er því gríðarlega mik- ið í húfi. Það er af þeim ástæðum svo mikilvægt að okkur takist að sjá auknar aflaheimildir í framtíðinni, sem geti staðið undir kröfu okkar um lífskjarasókn. Því það vitum við - og höfum kynnst betur núna en nokkru sinni fyrr - að þrátt fyrir glæst- an árangur í ýmsum öðrum efnum, er það sjávarútveg- urinn sem er bakfiskurinn. Það slær víðar í bakseglin en í sjávarútveginum og í því umróti sem við göngum í gegnum núna er sjávarútveg- urinn kjölfestan sem þjóð- arskútan okkar reiðir sig á; jafnvel þó við höfum orðið að sætta okkur við lakari afla- heimildir um hríð,“ sagði sjáv- arútvegsráðherra. Loðnan er mikilvæg fæða Erindin á ráðstefnunni voru hvert öðru fróðlegra og er ekki rými hér til þess að gera þeim öllum viðhlítandi skil. Rétt er þó að tæpa á nokkr- um atriðum sem komu fram í máli fyrirlesara. Ólafur Karvel Pálsson og Höskuldur Björnsson fjölluðu í sínu erindi um fæðu þorsks- ins, en Hafró hefur í meira en þrjátíu ár safnað fæðugögnum úr þorski, fyrst og fremst í stofnmælingaleiðöngrum stofnunarinnar í mars og að hausti, sem og í stofnmæl- ingaleiðöngrum rækju. Til viðbótar hefur fæðusýnum verið safnað daglega á nokkr- um fiskiskipum síðustu sjö ár til að fá magn fæðu á öllum árstímum og kanna mun á fæðuvali þorsks sem veiðist í mismunandi veiðarfæri. Þeir Ólafur Karvel og Höskuldur sögðu í erindi sínu að niðurstöður úr fæðusýn- unum sýndu greinilega fram á hversu mikilvæg loðnan er í fæðu þorsksins. Hlutdeild loðnu í magasýnum þorsks er um 25% í október en 55% í mars. Hins vegar telja þeir að margt bendi til þess að hlut- deild loðnu í fæðu sé mun minna yfir sumarmánuðina (apríl-september) en á vet- urna, sem kemur til af því að þá er fæðuval mun fjölbreytt- ara. Þorskstofninn í sögulegu lágmarki Björn Ævarr Steinarsson gerði í erindi sínu grein fyrir þróun þorskstofnsins og veiðum úr Þ O R S K U R Fjölmargir athyglisverðir punktar komu fram á þorskráðstefnu Hafró: Skeggrætt um þann gula „Við verðum að standa þannig að málum, að á næstu árum sjáum við árangur þess erfiðis sem við leggjum á þjóðina, en umfram allt það fólk sem starfar í sjávarútvegi og sjávarbyggðirnar sem eiga að svo fáu öðru að hverfa,“ sagði sjávarútvegsráðherra m.a. í erindi sínu á ráðstefnu Hafró.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.