Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2008, Blaðsíða 20

Ægir - 01.01.2008, Blaðsíða 20
20 B Ó K M E N N T I R Á haustmánuðum 2007 kom út bókin Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman Stefánsson, sem óhætt er að segja að hafi vakið verðskuldaða athygli. Sögusviðið er ekki hægt að segja að sé áberandi í íslensk- um nútímaskáldskap – nefni- lega sjávarþorpið og sjómenn að berjast við kraft og ógnir Ægis á opnum árabát. Jón Kalman er einn af spútnikhöfundum okkar og hefur nafn hans skotist upp á stjörnuhimininn á liðnum ár- um. Þar síðasta bókin hans, Sumarljós, og svo kemur nótt- in, fékk mikið lof og hlaut síðan Íslensku bókmennta- verðlaunin árið 2005. Og klárlega urðu þessi verðlaun til þess að vekja athygli á hinni nýju bók Jóns Kalmans um himnaríki og helvíti. Og ef marka má sölu þessarar nýjustu bókar Jóns virðist landinn hafa tekið henni vel. Í það heila seldist hún í um sex þúsund eintökum fyrir síðustu jól. Margir voru ósáttir við að Himnaríki og helvíti skyldi ekki hljóta náð fyrir augum nefndarmanna sem völdu skáldverk til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir árið 2007, en hins vegar valdi starfsfólk bókaverslana Himnaríki og helvíti bestu skáldsöguna í jólabókaflóðinu 2007. Stutt milli lífs og dauða Í kynningu á bókarkápu er sagan sögð gerast fyrir meira en einni öld, fyrir vestan, inni í firði, á milli hárra fjalla, “eig- inlega á botni heimsins, þar sem sjórinn verður stundum svo gæfur að það er hægt að fara niður í fjöru til að strjúka honum.” Á bókarkápu er innihaldi bókarinnar lýst svo: „Strákurinn og Bárður róa um nótt á sexæringi út á víðáttur Djúpsins að leggja lóðir. Þar bíða þeir fram á brothættan morgun eftir fiskinum sem hefur synt nær óbreyttur um hafið í 120 milljón ár. Þótt peysurnar séu vel þæfðar smýgur heimskautavindur auðveldlega í gegn. Það er stutt á milli lífs og dauða, eig- inlega bara ein flík, einn stakkur.” Ísafjörður og Bolungarvík – Plássið og verstöðin Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, hefur lesið bókina, samkvæmt því sem hann ritar á heimasíðu sína. Og hann er ánægður með útkomuna: „Hreint mögnuð bók. Sjálfur þykist ég sannfærður um að sögu- sviðið sé utanvert Ísafjarð- ardjúpið um og fyrir aldamót- in 1900. Þannig er verstöðin Bolungarvíkin sjálf, en Plássið í bókinni hlýtur að vera Ísa- fjörður. Þetta er gríðarlega áhrifarík bók, vel skrifuð og leiðir mann inn í þann harð- neskjulega heim sem útræði á opnum, rónum sexæringi var við Íslandsstrendur. Bókin er skáldsaga, en það er greini- legt að höfundur hefur kynnt sér aðstæður þær sem hann skrifar um, afskaplega vel. Hugtök sem hann vitnar til, má lesa um í hinum frábæru ritum Jóhanns Bjarnasonar, Áraskip og Brimgnýr og styrktu mig í þeirri skoðun að sögusviðið sé heimabyggðin mín og nágrenni. Ýmsar lýs- ingar úr Plássinu má heim- færa á Ísafjörð. Það er þó ekkert aðalatriði og vel má vera að aðrir þykist kenna þar aðrar slóðir. Mestu máli skiptir að hér er á ferðinni at- hyglisverð og vel skrifuð bók.” Ægi konungi og glímu sjómanna við hann lýst á áhrifamikinn hátt í Himnaríki og helvíti: Af lífsbaráttu fólksins í sjávarþorpi fyrir vestan Það er ólíkt að sofa við opið haf og hér í Plássinu sem liggur inni í firði, á milli hárra fjalla, eiginlega á botni heimsins og sjórinn verður stundum svo gæfur að við förum niður í fjöru til að strjúka honum, en hann er aldrei gæfur utan við búðirnar, ekkert virðist geta lægt ólgu hafsins, ekki einu sinni kyrrar nætur, stjörnuþaninn himinn. Sjórinn flæðir inn í drauma þeirra sem sofa við opið haf, vitundin fyllist af fiski og drukkn- uðum félögum sem veifa dapurlega með uggum í stað handa. (Himnaríki og helvíti bls. 27) Sjórinn er kaldur og stundum dimmur. Hann er risaskepna sem aldrei hvílist og hér kann enginn að synda, nema Jónas sem vinnur á sumrin við hvalstöðvar Norðmanna, þeir norsku kenndu honum sundtökin, hann er ýmist kallaður Þorskurinn eða Steinbíturinn, hið síðarnefnda á betur við ef útlitið er haft í huga. Flest okkar hafa alist upp hér við hafið og tæpast lifað dag án þess að heyra í því, og karlmenn stundað sjómennsku frá þrettán ára aldri, þannig hefur það verið í þúsund ár en samt kann enginn að synda nema Jónas af því að hann viðrar sig upp við Norðmennina. (Himnaríki og helvíti bls. 43)

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.