Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2008, Blaðsíða 30

Ægir - 01.01.2008, Blaðsíða 30
30 Þ O R S K E L D I Hefðbundnir og stórir mark- aðir eru fyrir þorsk afurðir í Evrópu og N-Ameríku. Þorsk- stofnarnir í N-Atlantshafi gáfu mikinn afla á síðustu öld, en veiðar á þorski hafa dregist saman, úr 3,9 milljónum tonna árið 1968 í um 840 þúsund tonn árið 2005. Þessi mikli samdráttur í veiðum á þorski hefur verið tækifæri fyrir aðrar hvítfisktegundir inn á helstu markaði fyrir þorsk. Þrátt fyrir minna framboð er staða þorsks sterk í Evrópu og þessi lykilmarkaður greiðir sífellt hærra verð fyrir þorskafurðir. Í upphafi þorskeldis eru stórir markaðir fyrir ferskan þorsk, sem jafnframt greiða hæstu verðin. Samdráttur í þorskveiðum hefur valdið skorti á þorskafurðum á markaði og gefið ný sókn- artækifæri til markaðssetning- ar eldisþorsks. Einn af styrkleikum sjáv- arútvegs á Íslandi er að afli berst mun jafnar að landi en í Noregi. Enda hefur framboð á ferskum afurðum þorsks ver- ið mun jafnara yfir árið frá ís- lenskum útflytjendum en norskum. Á þessu kann þó að verða breyting á næstu ár- um. Þorskeldi í Noregi Framleiðsla á eldisþorski í Noregi hefur aukist mikið á síðustu árum eða úr tæpum 200 tonnum árið 2000 í u.þ.b. 11.000 tonn árið 2006 (mynd 1). Framan af kom aðalfram- leiðslan úr áframeldi sem náði hámarki árið 2005, tæp- um 2.000 tonnum. Í áframeldi er villtur fiskur fangaður og fóðraður í ákveðinn tíma fyrir slátrun. Nú er aleldi, þ.e.a.s. eldi frá klaki upp í fisk í markaðsstærð, allsráðandi í norsku þorskeldi. Gert er ráð fyrir áframhaldandi vexti í Noregi og er því spáð að framleiðslan nái 35.000 tonn- um árið 2010. Stefnt að auknum útflutningi ferskra afurða frá Noregi Eins og staðan er í dag berst megnið af þorskaflanum í Noregi að landi seinnihluta vetrar. Það endurspeglar jafn- framt útflutning á ferskum heilum þorski (mynd 2) og öðrum ferskum afurðum frá Noregi. Á þessu ári lagði norska sjávarútvegs- og strandsvæðaráðuneytið fram stefnumótun til að auka út- flutning á ferskum þorski. Markmiðið er: • Aukinn stöðugleiki, með auknu og jafnara framboði af hráefni yfir allt árið. • Að stuðla að auknum gæð- um á hráefni og afurðum á markaði. • Aukin samvinna innan og á milli fiskeldis og fiskveiða. Stöðugleiki með auknu og jafnara framboði verður náð fram m.a. með því að gera átak í föngun á lifandi þorski. Í Noregi er stefnt að því að Áhrif þorskeldis á fram- boð á ferskum þorski Greinarfhöfundar segja að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafi haft forskot á Norðmenn vegna stöðugs aðgengis þeirra að hráefni. Með uppbyggingu þorskeldis í Noregi telja þeir að munurinn milli þjóðanna minnki í þessum efnum, ekki síst ef ekki tekst að byggja upp þorskeldi hér á landi. Þessi mynd var tekin í Hjelmeland, þar sem Mar- ine Harvest hefur verið með fiskeldi. Greinarhöfundar eru Valdimar Ingi Gunnarsson, sjávarútvegs- fræðingur og Guðbergur Rúnars- son hjá Landsambandi fiskeld- isstöðva. Valdimar Ingi Gunnarsson. Guðbergur Rúnarsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.