Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.2008, Qupperneq 38

Ægir - 01.01.2008, Qupperneq 38
38 Rafmagnstöflur eru frá Raftíðni. Spilkerfi kemur frá Héðni. Í fyrsta lagi 5,4 tonna akkeris- vinda, í öðru lagi 21 tonna togvindur, í þriðja lagi 8,2 tonna grandaravindur, í fjórða lagi 14,2 tonna gilsavindur, í fimmta lagi 14,8 tonna flot- trollsvindur, í sjötta lagi 8,2 tonna pokavinda, í sjöunda lagi 8,2 tonna úthalaravinda og í áttunda lagi 8,2 tonna hjálparvindur. Búnaður í brú Í Dala-Rafni er heildarbún- aður frá Friðriki A. Jónssyni ehf., sem hér segir: Simrad radarar – RA84 12 kW & RA85 25 kW með ARPA og AIS. Olex plotter með þvívídd og öðrum möguleikum eins og AIS, ARPA, straumskráningu, botnhörkuskráningu, vind- og logupplýsingum. Simrad HS52 GPS-kompás. Simrad RGC50 gýrókompás. GPS staðsetn- ingartæki frá Simrad og JMC Simrad AI80 AIS. Simrad sjálf- stýring AP50. Simrad IS15 upplýsingaskjáir. NMEA gagnamiðlunarstöð fyrir sigl- inga-, fiskileitar- og fjarskipta- tækni. Simrad dýptarmælar ES 60 38 KHz split-beam með stærðargreiningu og fiski- plotti. Simrad ES 60 50 & 200 KHz botnmælir. Navtex JMC NT 2000 með LCD-skjá. Sim- rad AX 50 handtalstöðvar. Simrad EP 50 EPIRB neyð- arbauja. Simrad SA 50 rad- arsvari. Simrad RS82 VHF tal- stöð með tveimur talfærum. JMC FX-220 veðurkortaritari. Airmar veðurstöð Vingtor ETB-10 kallkerfi fyrir brú, vél, stýrisvél, mesa og dekk. Sím- kerfi og símstöð með gjald- mæli. GSM og NMT farsímar. Linksys netkerfi. Sjónvarps- og útvarpskerfi. Sérsmíðað sjónvarps- og FM kerfi fyrir móttöku og dreifingu á TV- SAT og FM merki í klefa ásamt útsendingu á FM-rásum fyrir dekk og vinnslu. Mynda- vélakerfi Sony JCC-IR 431 W litamyndavélar ásamt skiptara og skjáum, Tölva, prentari, fax og ljósritunartæki fyrir skrifstofu. Flatskjáir og útvörp í íbúðir og setustofu ásamt heimabíókerfi. Margvíslegur búnaður Siglingatölvur eru af gerðinni MaxSea frá R. Sigmundssyni ehf. Veiðistjórnunarkerfi er frá Marport ehf., en það sam- anstendur af MBAR viðtæki með tveim skáum, hleranem- um með nákvæmnis hita og dýpismælingu á báðum hler- um ásamt hlerahallanemum. Höfuðlínumælir er einnig með hita og dýpi ásamt því að sýna halla á tveim ásum. Þá eru aflnemar með innbyggð um hallanemum. Kerfið tengist einnig ýmsum jaðarbúnaði svo sem staðsetn- ingartækjum og vindubúnaði frá Rolls Royce og birtir í skjámyndakerfi sínu. Allar upp lýsingar eru vistaðar í minni og er hægt er að kalla þær fram þegar þörf krefur. Í þessum nemum er ýmis ný byltingarkennd tækni, sem Marport hefur verið að þróa og hefur vakið mikla athygli. Fiskaðgerðarbúnaður á vinnsluþilfari er frá Vélaverk- stæðinu Þór ehf. í Vestmanna- eyjum. Krapavélin kemur frá Kælingu ehf. Færibanda- búnaður er frá Vélaverkstæð- inu Þór. Veiðarfæri og bún- aður er frá Ísfelli. Skipið var allt málað með málningu frá International málningu frá Sérefni ehf. Nautic ehf. hannaði Dala- Rafn en B.P. Skip hafði yf- irumsjón með smíði skipsins. Skipið er vel útbúið. Í því eru sex íbúðir fyrir fjórtán manns; sex tveggja manna klefar og tveir eins manns klefar. Eyþór skipstjóri Þórðarson Þrír ættliðir stýrðu Dala-Rafni heim til Íslands frá Póllandi – Þórður Rafn, Eyþór Þórðarson og Ingi Rafn Eyþórsson. Við komuna til Eyja greindi Þórð- ur Rafn frá því að eftir að hafa verið í hálfa öld til sjós hefði hann ákveðið að fela Eyþóri, syni þeirra hjóna, skipstjórn á hinu nýja skipi. Fyrsti stýrimaður er Elías Jensson, Sigurður Óli Stein- grímsson er annar stýrimaður, Erlingur Pétursson er yfirvél- stjóri, Kristján Birgisson vél- stjóri og Kristinn Jónsson er matsveinn. Í meira en þrjátíu ár hafa þau hjónin gert út skip með þessu nafni, Dala-Rafn, frá Vestmannaeyjum og er óhætt að segja að útgerðin hafi jafn- an verið farsæl. Þetta nýja skip er hið fimmta sem ber þetta nafn. Kvóti Dala-Rafns er um 1400 þorskígildistonn og er afli skipsins seldur á fisk- markaði hér heima og erlend- is. N Ý T T S K I P Þrír ættliðir. Frá vinstri: Eyþór Þórðarson, Ingi Rafn Eyþórsson og Þórður Rafn Sigurðsson. Myndir: Óskar P. Friðriksson.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.