Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 6

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 6
4 F Y R I R T Æ K J A K Y N N I N G Viking Life Saving Equipment Iceland ehf. Hvaleyrarbraut 27 220 Hafnarfjörður Sími: 544 2270 Fax: 544 2271 Netfang: viking-is@viking-life.com Einar haraldsson, framkvæmdastjóri Viking. Björgunarbúnaður fyrir íslenskar aðstæður Viking Life-Saving Equipment er danskt fyrirtæki stofnað í Esbjerg árið 1960. Fyrirtækið hefur verið á íslenskum markaði í rúm 30 ár, fyrst í gegnum Kristján Skagfjörð, síðar Icedan og nú eru þeir sjálfir komnir á markaðinn, en fyrirtækið keypti Gúmmíbátaþjónustu Reykjavíkur í júní 2002 og flutti í nýtt húsnæði á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. „Fyrirtækið annast sölu á björg- unarbúnaði og sér einnig um skoð- un á þeim búnaði,“ segir Einar Har- aldsson, framkvæmdastjóri Viking. „Við erum aðallega í sölu og eftirliti á bátum og göllum, en einnig bjóð- um við flest það sem viðkemur björgunarbúnaði til sjós. Helstu við- skiptavinir Viking eru sjómenn, út- gerðarmenn og slysavarnasveitir. Viking er með langstærsta markaðshlut- deild á íslenskum markaði og sá fram- leiðandi sem einna mest hefur lagt sig fram við að framfylgja íslenskum reglu- gerðum um björgunarbúnað.“ Í dag starfa 7 - 8 manns hjá fyrirtækinu og skiptist það niður í þrjár deildir. Skoðun- ardeild á björgunarbátum, skoðunardeild á búningum og opnum bátum og síðan er söludeild á Viking björgunarbúnaði. „Skoðun á björgunarbátum er flókn- ara ferli en margan grunar,“ segir Einar. „Það getur tekið heilan dag að yfirfara einn bát og stundum enn lengri tíma. Ár- lega þarf hver bátur að fara í gegnum yf- irgripsmikið ferli þar sem allir þættir eru yfirfarnir. Yfirfara þarf kolsýruflöskur, neyðarsenda og fleira ásamt því að þrýstiprófa bátinn. Nýlega hófum við að pakka bátum hér á landi sem gerir það kleift nýta neyðarsenda aftur, sem er ótvíræður kostur.“ Einar segir að björg- unargalla þurfi að skoða á fimm ára fresti auk þess sem yfirfara þarf opna slöngu- báta reglulega. Annar þáttur í starfi fyrir- tækisins er að annast viðgerðir á þurr- göllum og blautgöllum og öðrum búnaði sem tilheyrir vatnasporti ýmiss konar ásamt því að sinna viðgerðum á björg- unarvestum. Vöruflokkar hjá söludeild Viking eru þessir helstir: Björgunarbátar, björgunar- gallar, flotvinnugallar, brunagallar, björg- unar-hringir, línur, vesti og hjálmar. Trú íslenskra sjómanna á björgunar- búnaði okkar við erfiðar aðstæður hefur veitt Viking ráðandi markaðshlutdeild hér á landi. Gríðarlegur metnaður ríkir hjá fyr- irtækinu í því að þróa fullkominn björgun- arbúnað og þá í samráði við stjórnvöld og sjómenn á Íslandi. Að lokum hvetur Einar gesti sýningar- innar til að heimsækja bás Viking á sjáv- arútvegssýnigunni þar sem verður til sýn- is framleiðsla fyrirtækisins og starfsmenn verða til taks ef spurningar vakna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.