Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 64

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 64
62 F Y R I R T Æ K J A K Y N N I N G Tben ehf. Hvaleyrarbraut 39 220 Hafnarfjörður Sími: 544 2245 Fax: 544 2246 Þorsteinn Benediktsson, framkvæmdastjóri Tben ehf. Gæðavörur og góð þjónusta Tben ehf. er nýtt fyrirtæki í þjónustu við sjávarútveginn með útgerðar- vörur. Tben ehf. hóf starfsemi í lok maí síðastliðinn og er fyrirtækið í 500 fermetra húsnæði að Hvaleyr- arbraut 39 í Hafnarfirði, starfsmenn eru alls 5. Eigendur Tben ehf. eru Kristín Björgvinsdóttir og Þorsteinn Benediktsson sem jafnframt er framkvæmdastjóri. Þorsteinn er lærður netagerðarmeistari og hefur víðtæka reynslu og þekkingu af veiðarfærum enda starfað við fram- leiðslu og sölu veiðarfæra síðastlið- in 25 ár. Sölustjóri fyrirtækisins er Jón Pétur Guðjónsson en hann hefur starfað sem netagerðarmaður og sölumaður veiðarfæra til margra ára. Þorsteinn var rekstrarstjóri netagerðar Höfða á Húsavík frá stofnun 1981 og til ársins 1990, þar á eftir var hann deildar- stjóri veiðarfæradeildar Skagfjörð til árs- ins 1992 en sama ár stofnaði hann fyrir- tækið Icedan ehf. ásamt dönskum aðil- um. Þorsteinn var framkvæmdastjóri Ice- dan frá stofnun og þar til í júlí 2001. Að sögn Þorsteins eru helstu áherslur Tben ehf. að bjóða gæðavörur samhliða góðri þjónustu, enda eru slagorð fyrir- tækisins: „Þar sem þjónusta og þekking mætast“. „Tben ehf. hefur nú þegar náð góðum árangri með seiðaskiljur og smá- rækjuskiljur, töluvert hefur verið um út- flutning á seiðaskiljum og nú virðist sem mikill áhugi sé að koma upp erlendis á smárækjuskiljunni,“ segir Þorsteinn. „Smárækjuskiljan sem Tben framleiðir er sú sem kölluð er tvöfalda skiljan eða samlokan. Hún kom fyrst á markað árið 1996 og er hönnuð af Þorsteini Bene- diktssyni og Helga Valdimarssyni sem þá var skipstjóri á Blæng NK. Við munum bjóða uppá alhliða rockhopperþjónustu með viðgerðir á gömlum lengjum og uppsetningum á nýjum rockhopperlengj- um, fyrirtækið mun einnig bjóða uppá al- hliða víraþjónustu með 600 tonna víra- pressu og handsplæsningu.“ Helstu birgjar Tben ehf. eru Thyboron Skibsmedie A/S með Thyboron trollhler- ana, Sicor með trollnet, tóg og garn, Net Systems með hnútalausa PE og Dy- neema netið, Randers Reb með trollvíra, kranavíra og vírmanillu, Peter Harbo með vinnsluvíra og hífibúnað, Carl Backs með vinnufatnaði og Showa gúmmíhanska ásamt fjölda annarra tegunda af hönsk- um, Bottes Le Chameau með handunnu bláu Le Chameau stígvélin, Weissenfels með keðjur, patentlása, gilskróka ásamt mjög öflugum hífiútbúnaði, Brdr. Markus- sens með „The blue line“ blakkir, sig- urnagla, kóssa, Parson vörur, ásamt fjölda annarra vörutegunda, Itsaskorda með dragnótarmanillu, Columbus með hnífa, Formfiner með netanálar, Gúmmí- vinnslan með stálbobbinga og milli- gúmmí, Sæplast með trollkúlur og belgi, Hampiðjan með net, tóg og garn, Rock- hopper-gúmmí sem eru flutt eru inn frá Rússlandi, plastskiljur og smárækjuskiljur sem eru fluttar inn frá Kanada. „Af nýjungum hjá okkur er það að frétta að ný gerð af Thyboron trollhlerum kom á markað síðastliðið vor og kallast hlerarnir Týpa 3. Hlerarnir þykja mjög skemmtilegir í vinnslu, auðvelt er að kasta þeim og þeir skvera mjög vel í samanburði við aðra hlera í sama flatar- máli. Þá þykja hlerarnir mun léttari í híf- ingu en eldri gerðir af Thyboron hlerum. Alls eru fjögur hlerapör af Týpu 3 komin í notkun hér á landi. Þetta er ánægjuleg viðbót við hlerategundir Thyboron, sem fyrir er með Týpu 2, Týpu 7 fyrir fiskitroll og Týpu 8 fyrir flottroll. Þá er Weissenfels að koma með á markað nú í haust nýja línu í hífibúnaði sem er í Grade 100 en gamla línan var í Grade 80. Þetta þýðir að hægt verður að nota grennri keðjur og fylgihluti en áður hefur þekkst. Með Grade 100 verður öll vinna léttari á hönd- um,“ segir Þorsteinn að lokum. Tben ehf. verður með 42 fermetra bás númer F70E á sjávarútvegssýningunni en þar verða fulltrúar frá Thyboron, Rand- ers, Itsaskorda, Rocon, Carl Backs, Net Systems og Peter Harbo - allir reiðubúnir að svara spurningum áhugasamra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.