Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 82

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 82
80 F Y R I R T Æ K J A K Y N N I N G Sæplast Gunnarsbraut 12 620 Dalvík Sími: 460 5000 Fax: 460 5001 Veffang: www.saeplast.is Höfuðstöðvar Sæplasts eru á Dalvík en fyrirtækið rekur einnig verksmiðjur í Noregi, Kanada og á Indlandi. TechSea kerfi fyrir flutning á lifandi fiski Frá því Sæplast hf. kynnti fyrst plastker til notkunar í fiskiðnaði hef- ur orðið gríðarleg þróun í vörulínu fyrirtækisins. Í dag sérhæfir Sæplast sig í flutnings- og geymslulausnum á matvælum með kerjum af mörgum stærðum og gerðum, auk þess sem fyrirtækið framleiðir belgi, baujur, björgunarhringi, flot fyrir kræklinga- eldi og fjöldamargt annað. Verk- smiðjur Sæplasts hf. eru nú á Ís- landi, í Kanada, þrjár í Noregi og ein á Indlandi. Velta Sæplasts er hátt í þrír milljarðar á ársgrundvelli. „Sæplast hefur allt frá upphafi byggt sína þróun á sjávarútveginum og þó við höf- um horft til fleiri sviða matvælaframleiðsl- unnar á síðustu misserum þá mun sjáv- arútvegurinn áfram verða þungamiðjan í okkar framleiðslu. Það mun bás okkar á sjávarútvegssýningunni í Kópavogi sýna mjög glögglega,“ segir Hilmar Guð- mundsson, sölustjóri, sem nú á dögun- um flutti heim frá Álasundi í Noregi þar sem hann vann að sölumálum fyrir fyrir- tækið og tók við starfi sölustjóra. Hilmar segir uppbyggingu Sæplast á undanförnum árum hafa miðað að því að staðsetja verksmiðjurnar nálægt við- skiptavinunum og hefur reynslan sýnt að markaðirnir hafa með þessu móti vaxið. „Þetta fyrirkomulag skilar okkur greinilega markvissari vöruþróun og hefur leitt af sér aukna fjölbreytni í vörulínunni. Í dag skilgreinir Sæplast sig sem framsækið fyrirtæki í lausnum fyrir sjávarútveg og matvælaiðnað í heild en engu að síður munu lausnir fyrir sjávarútveginn verða stærstur hluti okkar starfs í nánustu framtíð,“ segir Hilmar. TechSea 2000 til flutnings á lifandi fiski Sjávarútvegssýningin í Kópavogi er ein af mörgum sem Sæplast tekur þátt í á þessu ári en jafnframt ein af þeim stærri. Síðastliðið vor kynnti Sæplast á sýningu í Brussel svokallað TechSea 2000 kerfi sem ætlað er til flutnings á lifandi fiski og verður kerfið nú sýnt í fyrsta sinn á Íslandi. „Samhliða þróuninni í fiskeldi hafa opnast nýjar þarfir á markaðnum fyrir lausnir og þar með tækifæri fyrir okkur í vöruþróun og framleiðslu. TechSea 2000 hlaut fádæma viðtökur á sýningunni í Brussel og í ljósi þess hversu mikil sókn er í fiskeldinu, bæði hér á Íslandi og er- lendis, þá bindum við miklar vonir við kerfið í framtíðinni,“ segir Hilmar. Ker með tölvukubbum Önnur nýjung hjá Sæplasti eru svokallað- ar örflögur eða tölvuupplýsingakubbar sem felldir eru inn í veggi plastkerjanna og ætlað er að vera mikilvægt hjálpar- tæki hvað varðar rekjanleika afurða. Hilmar segir að með þessum búnaði sé hægt að lesa inn á flögurnar strax um borð í skipum úti á sjó, senda upplýsing- ar um innihald í viðkomandi kerjum inn í tölvukerfi vinnsluhúsanna í landi og þannig er hægt að fylgja hráefninu eftir allt til enda vinnslunnar. Þessi tækni getur nýst mjög víða í matvælavinnslu og þannig er Sæplast nú þegar í samstarfi við nokkra stóra viðskiptavini í Evrópu um framleiðslu kerja með örflögum. „Rekjanleiki er eitt af þeim atriðum sem hæst ber í matvælavinnslu í heimin- um í dag og við höfum með þessu vöru- þróunarverkefni sýnt hvernig okkar vörur geta orðið hjálplegar viðskiptavinum okk- ar í að svara síauknum kröfum markaðar- ins um rekjanleika og upplýsingar. En jafnframt er þessi tækni til þess fallin að spara tíma og auka hagræði í matvæla- vinnslu og það er vel,“ segir Hilmar Guð- mundsson, sölustjóri Sæplasts hf. Hilmar Guðmundsson, sölustjóri Sæplasts.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.