Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 117

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 117
115 Í S L E N S K A S J Á V A R Ú T V E G S S Ý N I N G I N - A U K A B L A Ð Æ G I S SÍF hf. Fornubúðum 5 220 Hafnarfjörður Sími: 550 8000 Fax: 550 8001 Veffang: www.sif.is Í sterkri stöðu fyrir framtíðina SÍF, sem upphaflega bar nafnið Sölusamband íslenskra fiskfram- leiðenda, var stofnað á Íslandi árið 1932. Árið 1993 markaði tímamót hjá SÍF en þá var fyrirtækinu breytt í hlutafélag. Frá því hafa orðið miklar breytingar á SÍF og hefur fyrirtækið breyst úr mikilvægu íslensku út- flutningsfyrirtæki í stórt íslenskt sölu- og markaðsfyrirtæki á al- þjóðamarkaði. Segja má að alþjóðavæðing SÍF hafi haf- ist þegar fest voru kaup á fyrsta erlenda dótturfyrirtækinu í Frakklandi. Nokkrum árum síðar var fjárfest í fleiri fyrirtækjum í Noregi, Kanada, á Spáni og víðar. Til- koma erlendu dótturfyrirtækjanna leiddi til þess að ríkari áhersla hefur verið lögð á sölu kældra sjávarafurða almennt, þó saltfiskurinn skipi enn sinn sess sem ein mikilvægasta afurð SÍF. Miklar breytingar urðu á starfsemi SÍF á árinu 1999 en þá sameinaðist fyrirtækið Íslandssíld sam- stæðunni, og skömmu síðar sameinuð- ust svo SÍF og Íslenskar sjávarafurðir undir heitinu SÍF hf. Starfsemi í 15 löndum Við sameiningu SÍF og Íslenskra sjávaraf- urða varð til öflugt markaðs-, sölu- og framleiðslufyrirtæki sjávarafurða, eitt hið stærsta á heimsvísu, SÍF samstæðan. Hið sameinaða félag getur boðið við- skiptavinum sínum mjög fjölbreytt úrval sjávarafurða en starfsemi þess er í 15 löndum og hjá því starfa um 1700 starfs- menn, þar af um 120 á Íslandi. Á vegum fyrirtækisins eru reknar verksmiðjur í Frakk- landi, Bandaríkjunum og Kanada. Dóttur- fyrirtæki og söluskrifstofur eru að auki starfræktar í Bretlandi, Grikklandi, Litháen, Japan, Brasilíu, Þýskalandi, á Spáni og Ítalíu. Auk þess á SÍF hlutdeild í fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtæki í Namibíu og á helm- ingshlut í framleiðslufyrirtæki í Færeyjum. Traust samstarf við íslensk sjávarút- vegsfyrirtæki Þrátt fyrir að um sölu- og framleiðsluein- ingar SÍF samstæðunnar fari verulegt magn hráefnis frá hinum ýmsu löndum heims, skipa sjávarafurðir frá Íslandi mik- ilvæga kjölfestu í öllu starfi samstæðunn- ar. Vörur SÍF eru þekktar fyrir hátt gæða- stig og fyrirtækið álitið af kaupendum sem öflugur og traustur söluaðili á gæða- vörum frá Íslandi, sem skilar sér bæði í verðmætum og fjölbreytileika til sam- starfsaðila okkar á Íslandi. Framtíðarsýn „Á næstu árum viljum við sjá SÍF styrkja stöðu sína á þeim kjarnamörkuðum sem English Summary SIF, originally established in 1932 has since it’s conversion into a limited company in 1993, and furthermore with the merger between SIF and Iceland Seafood in 1999, changed it´s activities radically. SIF has been transformed from an important Icelandic exporter to a major Icelandic sales and marketing company operating in the global market with activities in 15 countries. The company can offer it´s customers a highly diversified range of seafood products, with processing plants operating under the company´s auspices in France, the USA and Canada. Subsidi- aries and sales offices also operate in the UK, Greece, Lithuania, Japan, Brazil, Germany, Spain and Italy. félagið hefur ákveðið að leggja meiri áherslu á,“ segir Gunnar Örn Kristjáns- son, forstjóri SÍF. „Við ætlum okkur að auka hlutdeild okkar í þeim markaðshlut- um sjávarafurða sem vaxa hvað mest á þessum svæðum; á neytendamarkaði og í veitingahúsageiranum, enda sjáum við fram á að mikilvægi hefðbundinna fiskmarkaða fari minnkandi með árunum á mörgum stöðum. Við ætlum okkur einnig að styrkja enn frekar samstarf dótturfélaga samstæðunnar, til dæmis á sviði sölu- og markaðsstarfs og raunar er það starf nú þegar hafið. Það má segja að engar grundvallarbreytingar á starfsemi SÍF séu á dagskránni, heldur markviss vinna í samræmi við þá stefnu- mótun sem stjórn félagsins samþykkti í byrjun síðasta árs,“ segir Gunnar Örn að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.