Tímarit Máls og menningar - 01.03.1939, Qupperneq 7
hafði oft seinar hættur, gekk enn daglega að verki, þótt hann
liefði þrjá um nírætt. En hann reis úr rekkju um það bil, sem
aðrir menn skammlífari ganga til svefns og notaði morgunstund-
irnar til fræðiiðkana. Félagsmál og fagrar bókmenntir voru
kærusl lesning hans. Þegar ég heimsótti hann síðast, var hann
að lesa á frummálinu þá skáldsögu, sem á þeim mispirum var
mest í tísku um hinn enskumælandi heim, og við höfðum varla
fyr heilsast en hann tók að ræða af eldmóði kjarna þessa rits.
Þótt hann hneigðist að ýmsum' kenningum öðrum fremur var
hanri maður hleypidómalaus, óbundinn kerfum og skólum, og
sannaðist á honum, að fáir liafa viðari sjóndeildarhring og við-
feldnari menntun en gáfaðir sjálflærðir alþýðumenn. Mér er
sagt, að hann hafi sem bókavörður alið menn þannig upp til
lesturs, að senda þeim þær bækur, sem hann taldi hvern og
einn mann fyrir í svip, en smáþyngdi lesninguna eftir þvi sem
honum þótti skjólstæðingnum fara fram að viti og þekkingu.
Honum ber að þakka flestum fremur að vart getur það hérað
á íslandi, þar sem alþýðan hefur á valdi sínu meiri almenna þekk-
ingu en Þingeyingar, enda er upp úr þeim jarðvegi, sem hann
ræktaði, mikið mannval sprottið, og hefur Þingeyjarsýsla sett
meiri svip á þjóðlífið á síðustu áratugum en flest héruð önnur
utan Reykjavík. Með Benedikt frá Auðnum er hniginn einn af
okkar merkilegustu menningarfrömuðum.
H. K. L.
Um skógrækt.
Um síðustu aldamót hófst allmikil skógræktarstarfsemi hér á
landi. Þótt undarlegt megi virðast, var það eingöngu fyrir á-
huga tveggja danskra manna, að starfsemin hófst. Sæmundur
Eyjólfsson hafði að vísu vakið menn til þess að hugsa um af-
leiðingar skógarskemmda fyrri alda og tekið mönnum vara fyrir
áframhaldandi rányrkju. Greinar lians í Búnaðarriti Hermanns
Jónassonar voru sem rödd hrópandans i eyðimörkinni, en því
miður entist lionum ekki aldur til þess að sjá fyrstu framkvæmd-
ir skógræktar, því að hann andaðist 1896. En það voru Dan-
irnir Ryder sjóliðsforingi og prófessor Prytz, sem hófu starf-
semina hér árið 1900. C. E. Flensborg, sem nú er forstjóri Heiða-
félagsins danska, annaðist allar framkvæmdir hér undir stjórn
þessara manna fram til ársins 1907, er landssjóður tók skóg-
ræktarmálin algerlega i sinar hendur og skipaði Kofoed-Hansen
5