Tímarit Máls og menningar - 01.03.1939, Page 17
laust nijög heppileg og gefur islenzkum lesendum kost á því
að kynnast þeim höfundum, er mesta viðurkenningu hljóta. —
En mér finnst, að félagið ætti að gefa út, á nokkurra ára fresti,
ljóðabók, t. d. þriðja hvert ár. — íslendingar liafa sýnt, að þeir
eru ljóðelskir, en Ijóðabækur eru of dýrar til þess, að almenn-
ingur geti eignazt þær og notið þeirra. Með þessu væri það
tryggt, að við og við kæmu á markaðinn ljóð, sem allur þorri
þjóðarinnar gæti tileinkað sér.
í fregn um útgáfuna á 6. bindinu af Andvökum, sá ég látna
í ljós ósk um útgáfu á úrvalsljóðum höfundarins. — Ég get ekki
annað séð en þetta sé hið mesta nauðsynjaverk, og yrði liinn
mesti fengur fyrir alla ljóðavini; því að bækur þessa viður-
kennda skálds munu mjög óviða vera til, og yngri kynslóðin
a m. k., hefur skannnarlega lítil kynni af snilldarverkum Step-
hans G. — Hvað mér sjálfum viðvíkur, get ég ?agt það, að enn
hefur mér ekki gefizt kostur á að lesa neitt af Andvökum, fyrr
en nú að Heimskringla hefur gefið út 6. bindið, og svo mun
vera um flesta úr yngri kynslóðinni. — Það er ekki einu sinni
svo vel, að hægt sé að fá þessar bækur liér í bókasafni.
Það er enginn vafi á þvi, að ef Mál og menning réðist í það,
áður en langt um liði, að gefa út vönduð úrvalsljóð Sl. G. St.,
þá væri Ijóðvinum þessa lands greiði ger. Og það er eindregin
ósk mín, að stjórnin taki þetta til gaumgæfilegrar yfirvegunar.*)
Einnig tel ég, að félaginu beri að gefa út, þegar svo ber undir,
Ijóð núlifandi ljóðskáida, — t. d. Ijóðabók i líkingu við Hrimhvita
móður, eftir Jóhannes úr Kötlum, því að slíkar bækur eiga er-
indi til allrar þjóðarinnar, en séu þær gefnar út á sama hátt
og almennast er að gefa út bækur hér, verða þær svo dýrar, að
almenningi er næstum fyrirnmnað að njóta þeirra. —
Auðvitað er mér það Ijóst, að ljóðabækur geta ekki skipað
rúman sess í útgáfustarfsemi félagsins. Til þess er i of mörg
horn að líta. — En ljóðabók þriðja livert ár yrði ábyggilega
vel þegin.
Þegar að því kemur að ráðstafa hinum þrenmr bókunum,
kemst maður fyrst í verulegan bobba. Verksviðin eru svo mörg,
að ekki verður hægt, á næstu árum, að gera nema fáum þeirra
skil. — Okkur vantar tilfinnanlega fslandssögu og aðrar fræði-
*) Síðan þetta bréf var skrifað hefur einmitt verið ákveðin
útgáfu á úrvalsljóðum Stephans G. þegar á þessu ári (sbr. síð-
asta hefti timaritsins).
13