Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Side 20

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Side 20
106 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR £(agnrýni á gerðum hennar, seni mark er á takandi, kom- ið annars staðar frá, og þvi miður ekki nógu ræki- leg frá honum. Valdaklíkunni hefur samt tekizt að beita þeim áróðri og jafnvel á margan hátt því ofbeldi gegn Sósialistaflokknum, að hún hefur getað hrætt fólk frá opinberu fylgi við hann. Hann hefur ennþá ekki megnað að taka forystu fyrir þeim mikla fjölda, sem óánægður er með pólitík þjóðstjórnarinnar (eins og hún kallar sig). En ætla mætti, að reynt væri nú svo á lang- lundargeð flokksfylgjenda stjórnarinnar, að þeir þyldu ekki foringjum sínum öllu lengur að reka pólitik þvert ofan í vilja þeirra sjálfra og almennings og myndu orðnir reiðuhúnir til að knýja fram hreytingu, ef ekki innan sinna flokka, þá utan þeirra, i samstarfi við Sósí- alistaflokkinn. Það liefur í nokkurn tíma verið hljótt um íslenzka alþýðu. Margs konar ósigrar, fátækt, þvingunarlög, hræðsla um lífsafkomu, pólitisk sundrung, hefur í svip lamað félagslegan áliuga hennar. Hún hefur orðið af- skiptalaus um þjóðmál, leyft hinum havaðasömu að gtamra, hinum framhleypnu að ráða, jafnvel horft á það aðgerðalaus, að eyðilagt væri margra ára fórnfúst starf hennar. Það hefur tekizt með afbrigðum að gera stjórnmál svo viðurstyggileg, að alþýðan, sem er í eðli sinu heiðarleg, hefur sem minnst viljað nærri þeim koma. Það er orðið erfitt, virðingar sinnar vegna, að fást við stjórnmál, og margir liafa dregið sig i hlé. Þetta liefur gert hinum pólitísku bröskurum ennþá létlara fyrir. í skjóli afskiptaleysis almennings hafa þeir getað i-ekið starfsemi sína af ennþá meiri ófyrirleitni. Hefur þjóðfélagið skipzt annars vegar i loddara, hins vegar i þögula áhorfendur, sem horft hafa stúrnum svip á leik þeirra. Kringum valdasætin hefur borið mest á rotn- un og spillingu, en lagzt yfir heildina lömun og' dauði. Þó að slíku hafi farið fram um skeið, er fjarri þvi, að alþýðan sjái ekki, hvað er að gerast. Það er útbreidd

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.