Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Page 48
134
TÍMARIT MÁI.S OG MENNINGAR
•—---— Ýmissa landa er enn ógetið, en hér skal staðar
numiö.
--------Ivunnur finnskur rithöfundur, Olavi Paavo-
lainen, hefur lialdið því fram, að það timabil í. sögu
vestrænnar menningar, er kenna má við prentlistina
virðist vera að líða undir lok, og í stað þess sé að renna
upp nýtt tímabil, tímabil myndlistarinnar. Myndin verð-
ur bókarinnar hani, segir hann. Sömu skoðun lieldur
franski höfundurinn Georges Duhamel fram í bók sinni:
Défence des Lettres.
Ef til vill eru þessar staðhæfingar nokkuð djarfar,
en óneitanlega felst í þeim nokkur sannleikur. Þýðing
myndlistarinnar er stöðugt að aukast og það mikið á
kostnað liins prentaða máls. Myndavélin liæfir betur
en penninn vélamenningu tuttugustu aldarinnar. Það
má deila um það, hversu æskileg þessi þróun er. Böl-
sýnir menn eins og Duhamel halda þvi fram, að mynd-
listin muni aldrei geta skapað grundvöll sjálfstæðrar
og frjórrar menningar, og Paavolainen bendir réttilega
á það, að sigur myndarinnar á að nokkru rót sína að
rekja til andlegrar leti nútímamanneskjunnar. Það er
fljótlegra að tileinka sér yfirborðsþekkingu með hjálp
mynda en prentaðs máls. Það er engin tilviljun, að ein-
ræðisstjórnir vorra tima nota svo myndirnar í áróðri
sínum.
En hvort sem við teljum þá þróun, sem nú hefur
verið drepið á, æskilega eða ekki, þá er hún stað-
reynd, sem taka verður afstöðu til, og ekki sizt her
okkur Islendingum að taka jákvæða afstöðu til hins
sívaxandi gildis myndlistarinnjar, og þá einkum kvik-
myndalistarinnar. Þetta verður því fremur að ger-
ast sem kvikmyndalistin Iiefur tiltölulega meiri þýð-
ingu fyrir okkur en liin stærri lönd. Við höfum eðli-
lega litla heimaleiklist upp á að bjóða og eigum því
til kvikmvnda að sækja um alla góða leiklist. Að