Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Síða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Síða 80
Umsagnir um bækur: Halldór Kiljan Laxness: Fegurð himinsins. Bóka- útgáfa Heimskringlu. Rvík 1940. Halldór Kiljan hefur með Fegurð himinsins lokið fíngerðasta og fullkomnasta skáldritinu, sem hann hefur samið fram að þessu. Sagan af Sölku Völku átti meiri fersldeik og grósku, Sjálf- stætt fólk þyngri dramatískan kraft, en hvorug þeirra kemst að fegurð, einfaldleik og ilmandi skáldskap til jafns við sög- una af Ólafi Kárasyni Ljósvíking, hinu hrjáða, viðkvæma skáldi, sem hefur nú öðlazt ódauðlegt líf við hlið Bjarts í Sumarhús- um, svo ólikir sem þeir félagar eru um margt. Ólafi Kárasyni hafði ekki tekizt að flýja Jarþrúði, heitkonu sína, fremur en sín eigin örlög. í Fegurð himinsins er hún orð- in eiginkona hans, og hafa þau flutzt i nýtt byggðarlag að jarð- lausu eyðikoti, Litlubervik. Hefur Ólafur verið dubbaður upp sem barnakennari, en er annars að áliti manna galinn. Við kennsluna á hann í stríði við fræðslunefnd hreppsins, sérstak- lega hreppstjórann, sem timir ekki að hita upp skólahúsið, svo að Ólafi þykir ábyrgðarhluti að láta börnin sitja þar í frostum. Þó hendir hann í sambandi við kennsluna Snnað verra ólán. Hann kemst í tæri við eina námsmeyna, Jasínu Gottfreðlínu, og er kallaður fyrir rétt út af þvi máli og dæmdur i fangelsi. Jar- þrúður reynist honum nú hin bezta, tínir saman á hann ný föt, og hafði hann aldrei verið jafn finn á ævinni og þegar hann var sendur til höfuðstaðarins syðra í tukthúsið. Það var um hásumardag, er hann steig um horð í skipið, er flutti hann suður. Hann varð altekinn af fegurð náttúrunnar þennan dag, er hann kvaddi fjörðinn, gleymdi sjálfum sér og öllu nema henni. í fjarska gnæfir jökullinn, stærsta auðlegð hans, þús- und hans og milljón .... Skáldið var ríkasti maður á íslandi að eiga sjón fegurðarinnar, þess vegna kveið hann ekki heim- inum, fannst hann ekki hræðast neitt. Sumir eiga mikla pen- inga og stórar jarðir en einga fegurð. Hann átti fegurð ails íslands og alls mannlífsins....Hér sigldi ríkt skáld......Guð guð guð, sagði hann og horfði til iands og tárin streymdu nið- ur eftir kinnum hans svo einginn sá; ég þakka þér fyrir, hvað þú hefur gefið mér mikið.“ Verður Ólafur nú „innantukthúss- maður“ og sér ekki mikið á mununum. „Fjölskyldan sem hyggði þetta hús, það voru ef til vill dálitið óhamingjusamir menn, af því þeir voru fjarri mjaðarjurt og fjalldalafífli, en þeir voru ekki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.