Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Page 14

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Page 14
Guðmundur Böðvarsson: Hinn síðasti morgunn. Frá eldvagni sólguðsins yfir land mitt og ríki berst ökuhljómur á ný. Af varðturnum múranna lyftast í sigursveigum liin seinustu næturský. Hvar eru nú myrkursins helteikn og hvarflandi sýnir, þess herfylking stjörfuð og grá? Hvar martraðarnóttin með nálykt og andvöku-undur og ófara-galdur og spá? Nú breiðist um mínar borgir, marmarahvítar, hið bleika hillingaglit. Far bölvuð, þú nótt, með þinn ugg og þinn nagandi efa og ísópsins sírenuþyt. I dag munu skip mín halda sigrandi af hafi, af herteknum auðæfum full. í dag mun múgurinn hylla sinn hamingjukonung, hans herskara, mátt hans og gull. I’ér, sólguð, sem kaust mig hið blessaða barn þinnar náðar, þér býð ég hinn sigraða lýð. Það stríð, er ég hóf þér til heiðurs og mér til frægðar, er heilagt og réttlátt stríð. Ó, guð, þínar varir skal væta með sínu blóði hin villta, framandi þjóð! Sem árroðans elfur skal renna hið fagur-rauða og rjúkandi, heita blóð.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.