Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Page 94

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Page 94
88 TÍMARIT MALS OG MENNINGAR ið og í hnútuköst við menn, sem ráðizt hafa á það eða þá, sem fremstir standa að þvi. A þetta sérstaklega við um síðasta hefti tímaritsins, því að margt hafði þá safnazt fyrir, sem erfitt var að þegja við. Viljum við vona, að svo hafi lireinsazt til, að við getum snúið okkur að jákvœðari efnum, en viijum samt láta andstæðinga Máls og menningar finna, að þeir sæki ekki guli í greipar okkar, ef þeir fást aldrei til að láta af þvi að troða illsakir við félagið. — Þeir, sem líta á árgang Tímaritsins allan i heild, geta bezt veitt þvi athygli, að fjölbreytnin er talsverð: ritgerðir, smásögur, ljóð, gagnrýni, meginið vandlega ort og sam- ið, þar sem ýmsir beztu rithöfundar þjóðarinnar hafa lagt til efnið. Það mun líka sannast, að Tímarit Máls og menningar verður, áður en langt um líður, ein eftirsóttasta bókin hér á landi. Um fjórðu bók félagsins á þessu ári hefur stjórnin ekki enn þá tekið fasta ákvörðun. Félagsmenn liafa allir tekið árgjaldshækkuninni eins og hverj- um öðrum eðlilegum hlut á þessum tímum hins hraðstígandi verðlags. Höfum við enga kvörtun heyrt, og hið nýja árstillag greiðist jafn skilvíslega og hin fyrri. Allt bókaverð hækkar nú lika gifurlega, svo að þýdd skáldsaga af miðlungs stærð er kom- in upp í það verð, sem svarar til árgjaldsins í Máli og menn- ingu. Hið áætlaða verð á Arfi íslendinga er farið að verða hlægilega lágt borið saman við ómerkilegar þýðingar, sem seld- ar eru nú á liærra verði en öll fimni bindin eiga að kosta af Arfi íslendinga með öllu, sem til þeirra er vandað að efni, mynd- um og öllum frágangi. Er rétt fyrir þá félagsmenn, sem ennþá ciga eftir að ákveða sig, að sleppa ekki síðasta tækifærinu, með- an þeir geta fengið hann á upprunalega verðinu. Er gefið mál, að lausasöluverðið mun verða miklu hærra en áður var ráð- gert. Teljum við sjálfsagt að láta félagsmenn, sem strax sýndu skilning og áliuga á þessu verki, njóta miklu betri kjara en hina, sem draga fram á siðustu stund að tryggja sjálfum sér verkið, en ekkert liafa gert fram að þessu til þess að tryggja Máli og menningu, að félagið gæti undirbúið það. Á aðalfundi Félagsráðs Máls og menningar, 21. inarz s.l., gaf formaður skýrslu fyrir hönd stjórnarinnar um rekstur og starf- semi félagsins árið 1940. Fundarstjóri var Aðalsteinn Sig- mundsson og ritari Haukur Þorleifsson. Lagðir voru fram reikn- ingar Máls og menningar og Arfs íslendinga, og voru þeir born- ir undir atkvæði og samþykktir með öllum greiddum atkvæð- um. Eru þeir birtir hér á eftir. Félagatala Máls og menningar hafði aukizt árið 1940 úr nál. 5000 upp í 5530. Lesin var upp á fundinum áætlun stjórnarinnar um úgáfuna 1941. Úr Félagsráði

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.