Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1941, Blaðsíða 3

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1941, Blaðsíða 3
TIMARIT MÁLS OG MENNINGAR RITSTJÓRI: KRISTINN E. ANDRÉSSON 1941 • DESEMBER • 3. HEFTI TRÚIN Á ÞJÓÐINA. Svo má aS orði kveða, að naumast komi svo út blað eða tímarit um þessar mundir hér á landi, að ekki sé þar vælt og volað um alls konar liættur, sem vofi yfir sjálf- slæðis- og þjóðernismálum íslendinga. Flestir skriffinnar vorir um þessi mál virðast þó fullkomlega treysta útlendingunum, sem hernámu land vort, til að skila því aftur, enda hafa þeir gefið um það drengskaparloforð. En það er islenzka þjóðin, einkum æsku- lýður hennar, sem vantreyst er. Talað er um skort á þjóðarmetn- aði, hrörnun tungu og bókmennta, en framar öllu er geipað um margs konar siðleysi og spillingu. Svo mætti næstum virðast sem sumir stjórnmálaforingjar vorir hefðu vakandi auga á því, að ekkert birtist um þjóðernismálin annað en kveinstafir. Augljóst er, að sambýli smáþjóðar við fjölmenna heri tveggja stórþjóða hefur i för með sér margvísleg þjóðernisleg vandamál. En fyrsta skil- yrðið til þess, að þjóðin geti sigrazt á þeim vanda, er óskert traust hennar á rétt sinn, mátt og menningu. Á þeirri stundu, sem ís- lendingar hefðu glatað trúnni á siðferðilegan og menningarleg- an rétt sinn til óskoraðs sjálfstæðis, þá og þá fyrst væri hætta á ferðum fyrir þjóðerni vort. Fyrir því er ekkert óþarfara á þess- um alvarlegu tímum en siendurtekinn barlómur og væl um spill- ingu og dugleysi, sem miðar að því einu að veikja varnir og beina hugum hinna lítilsigldari að því, sem sizt skyldi. En hver eru svo tilefnin til þessara vábeiðuskrifa blaðanna, Sem dunið hafa á saklausum lesendum sýknt og heilagt, mánuð eftir mánuð? Afbrot nokkurra gleðikvenna, nokkurra smyglara, leyni- sala og braskara. En getur nokkur heilvita maður vænzt þess, að fólk af því tagi beri uppi þjóðmenningu vora eða að rétt sé að dæma horfurnar i íslenzku þjóðlífi eftir framferði þess? En hitt virðist gleymast, eða minna metið, að bókmenntir vorar eru nú þróttmeiri og fjölskrúðugri en oftast áður, að nýjar listgrein- ar blómgast með þjóðinni — myndlist, tónlist, leiklist, — að við eigum fleiri visindamenn en nokkru sinni, fleiri og stærri skóla og ýmsar aðrar menningarstofnanir, að íslenzk tunga hefur kann- ski aldrei verið betur rituð en einmitt nú, og loks, að langmestur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.