Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1941, Blaðsíða 89

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1941, Blaðsíða 89
Umsagnir um bækur. Eftir Kr. E. A. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi: Gullna hliðið. Sjón- leikur. Þorsteinn M. Jónsson. Akureyri 1941. *Efni leiksins er tekið úr hinni alkunnu þjóðsögu, Sálin lians Jóns míns, og hefur Davíð áður ort kvæði út af henni. Leikritið er í fjórum þáttum. Gerist fyrsti þáttur á heimili Jóns, þegar hann er að deyja. Púkar sitja um sál hans, en um leið og Jón gefur upp öndina, setur kerlingin lians skjóðu fyrir vit hans, þvi að liún vill ekki „sleppa höndunum af sálinni hans Jóns síns fyrr en í Himnaríki“. Annar þáttur segir frá ferð kerlingar með skjóð- una upp bratt og erfitt fjall til Himnarikis. Mæta þau á leið- inni ýmsum fordæmdum, er gert höfðu á hluta þeirra Jóns. Alla leiðina reynir Óvinurinn að grípa tækifærið til að hremma sál Jóns. Þriðji þáttur gerist inni á grænum völlum Himnaríkis, þar sem hinir útvöldu ganga um i sólskininu. Þar er vinum og ætt- ingjum að mæta. Fjórði þáttur gerist við gullna hliðið og lýsir tilraunum kerlingar til þess að koma Jóni í tölu útvaldra. Hvorki Lykla-Pétur né Sankti-Páll vilja hleypa Jóni inn, og lendir í hnútukasti milli hans og þeirra. En kerling gefst ekki upp. Hún spyr eftir Maríu mey og biður hana ásjár og að tala máli Jóns við endurlausnarann sjálfan. En svo vonlitil er hún um sálu- hjálp hans, að hún biður ekki eftir svari, heldur fær Lykla-Pét- ur til að opna smugu á hliðið og kastar skjóðunni með sál Jóns ir.n um smuguna. Jón er hólpinn, og allt endar á fagnaðarsöng í Himnaríki. Framan við leikritið er prologus í Ijóði. Ivotungshjónin, Jón og kerlingin, eru aðalpersónurnar í leikn- um. Jón hefur verið drykkjusvoli, sauðaþjófur, kórkarl og guð- niðingur, en hann fæst aldrei til að líta á gerðir sínar sem af- brot, játar ekki á sig neina synd frammi fyrir neinum dómstóli, hirðir aldrei, hvort hann fer til Himnaríkis eða Helvitis, þykist algerlega frjáls athafna sinna og lætur engan vaða ofan í sig. Við kerlingu sína er liann alltaf jafn afundinn og hortugur, samt elskar hún hann og „hefur lifað sælustu stundirnar i faðmi Jóns sins“. Hún leggur sáluhjálp sína að veði til að frelsa hann, og þessi mikla ást hennar sigrar. Þegar sál Jóns er loks bjargað inn i Himnariki, fær hann þennan milda dóm: Barn ert þú hjarta, og börn erum við öll. —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.