Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Side 59
MINNISGREINAR UM FORNSÖGUR
49
mann í tvent í einu höggi, eða skýtur spjóti með tréskafti gegnum
mann, þannig að fyrst flýgur spjótið gegnum skjöldinn, síðan mann-
inn uns það stendur í vellinum. Miðaldaskáld veit að það sem fer
vel í mynd fer vel í sögu. Jafnvel sagnfræðíngi á miðöldum liggur
ekkert fjær en búa til skýrslu sem hægt væri að leggja fram fyrir
rétti á tuttugustu öld; og réttvísi miðaldanna þekti ekki þá aðferð
að rannsaka mál.
Þegar því sagt er að bil sé styttra milli orðs og hlutar í íslenskum
fornsögum en öðrum miðaldabókmentum er ekki átt við að forn-
sögur okkar séu raunsæar bókmentir eða náttúrustefna í okkar
skilníngi, heldur aðeins óháðari kenníngu, nær veruleikaskynjun
Endurfæðíngarinnar og þarmeð nútímans, en t. d. franskar bók-
mentir voru á sama tíma. Stílfærslan er ekki aðeins miðuð við
menskari hugmyndir, heldur sprottin af meiri mannvitsþroska en
í sagnkerfunum frönsku. Riddarinn Gunnar á Hlíðarenda hleyp-
ur til dæmis aðeins hæð sína afturábak og áfram í öllum herklæð-
um. Franski riddarinn Boncicault hleypur í herklæðum af jörðinni
og uppá herðar ríðandi manni. Þar sem maður er í Njálu einfald-
lega klofinn í herðar niður, líkt og hann væri gerður úr timbri,
er í Pílagrímsferð Karlamagnúsar riddari klofinn í einu höggi
ásamt söðli og hesti, einsog alt úthaldið væri úr silkipappír, uns
sverð kljúfandans stendur í vellinum. í útlendum bókum frá þess-
um tíma er algengt að menn vaði blóðlækina í hné og hetjurnar hafi
marga menn í höggi, altuppí nokkra tugi. Orsök þess að bardaga-
lýsíngar eru fjær sanni en margt annað í íslenskum fornsögum kann
hinsvegar að vera sú að slíkar lýsíngar eru ekki upprunalegar í
norrænum skáldskap, t.d. verður þeirra ekki vart í Eddukvæðunum;
þær eiga kyn sitt í frönskum, írskum og eingilsaxneskum bókment-
um: stælíng á erlendri hefð.
Maður þarf ekki að rýna leingi í samskeytin á hinum bestu skáld-
verkum meðal íslenskra fornsagna til að sjá hve fjarri það er höf-
undunum að reyna að skapa sögum sínum þesskonar sannblæ sem
nútíminn krefur af skáldsögu. Höldum áfram að virða fyrir okkur
Brennun j álssögu.
I skáldsögu er rökstuðníngur atburðanna mjög mikilsvert at-
riði. A vorum dögum má segja að sú skylda áhvíli sagnaskáldi
4