Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 59
MINNISGREINAR UM FORNSÖGUR 49 mann í tvent í einu höggi, eða skýtur spjóti með tréskafti gegnum mann, þannig að fyrst flýgur spjótið gegnum skjöldinn, síðan mann- inn uns það stendur í vellinum. Miðaldaskáld veit að það sem fer vel í mynd fer vel í sögu. Jafnvel sagnfræðíngi á miðöldum liggur ekkert fjær en búa til skýrslu sem hægt væri að leggja fram fyrir rétti á tuttugustu öld; og réttvísi miðaldanna þekti ekki þá aðferð að rannsaka mál. Þegar því sagt er að bil sé styttra milli orðs og hlutar í íslenskum fornsögum en öðrum miðaldabókmentum er ekki átt við að forn- sögur okkar séu raunsæar bókmentir eða náttúrustefna í okkar skilníngi, heldur aðeins óháðari kenníngu, nær veruleikaskynjun Endurfæðíngarinnar og þarmeð nútímans, en t. d. franskar bók- mentir voru á sama tíma. Stílfærslan er ekki aðeins miðuð við menskari hugmyndir, heldur sprottin af meiri mannvitsþroska en í sagnkerfunum frönsku. Riddarinn Gunnar á Hlíðarenda hleyp- ur til dæmis aðeins hæð sína afturábak og áfram í öllum herklæð- um. Franski riddarinn Boncicault hleypur í herklæðum af jörðinni og uppá herðar ríðandi manni. Þar sem maður er í Njálu einfald- lega klofinn í herðar niður, líkt og hann væri gerður úr timbri, er í Pílagrímsferð Karlamagnúsar riddari klofinn í einu höggi ásamt söðli og hesti, einsog alt úthaldið væri úr silkipappír, uns sverð kljúfandans stendur í vellinum. í útlendum bókum frá þess- um tíma er algengt að menn vaði blóðlækina í hné og hetjurnar hafi marga menn í höggi, altuppí nokkra tugi. Orsök þess að bardaga- lýsíngar eru fjær sanni en margt annað í íslenskum fornsögum kann hinsvegar að vera sú að slíkar lýsíngar eru ekki upprunalegar í norrænum skáldskap, t.d. verður þeirra ekki vart í Eddukvæðunum; þær eiga kyn sitt í frönskum, írskum og eingilsaxneskum bókment- um: stælíng á erlendri hefð. Maður þarf ekki að rýna leingi í samskeytin á hinum bestu skáld- verkum meðal íslenskra fornsagna til að sjá hve fjarri það er höf- undunum að reyna að skapa sögum sínum þesskonar sannblæ sem nútíminn krefur af skáldsögu. Höldum áfram að virða fyrir okkur Brennun j álssögu. I skáldsögu er rökstuðníngur atburðanna mjög mikilsvert at- riði. A vorum dögum má segja að sú skylda áhvíli sagnaskáldi 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.