Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 71
PÁR LAGERKVIST
61
hjá honum fram í ennþá dýrlegri ljóma. Hún er umkringd af illsku
og sviksemi lífsins, hún verður að heyja óþreytandi baráttu fyrir
mannlegum verðmætum sínum. „Jag vördar mánniskan, föraktar
livet“ — þannig hefur Lagerkvist einu sinni lýst lífsviðhorfi sínu
í ljóðlínu, sem oft er vitnað í.
Árið 1932 gaf Lagerkvist út ljóðabók sína „Vid lágereld“. Nafn
bókarinnar er einkennandi. Skáldið á engan frið, engan samastað.
Hann er stöðugt á ferð. Hann lætur aðeins eftir sér að hvílast ör-
stutta stund við varðbálið, umvafinn myrkri næturinnar og reiðu-
búinn að halda fljótt áfram. Eftirfarandi kvæði gefur góða hug-
mynd um anda bókarinnar:
Spejare, upp för att spana!
Ánnu sá litet vi ana,
án dröjer morgonen!
Ej nágon fattig strimma
bádar om gryningstimma.
Vi fá ej skáda den.
Gott, lát oss sadla vid skenen
av vára bloss, och förenen
med deras eld er sjál!
Ánnu som stigmán vi rider,
ánnu ár áventyrstider.
Och det passar oss vál.
Senfödda slákten skall skáda
som i en syn vár bráda
ritt före gryningen.
Urtida, sagoomspunnen,
kámpande flamma, utbrunnen.
Eldtid. En tid för mán.
Skáldið sér sjálfan sig sem reiðmann að næturlagi. Það er ein-
kennileg óró í ljóðinu. Það er talað um ævintýratíma, um eld, um
haráttu. Lagerkvist veit nú þegar — árið 1932 — hvert stefnir. Hann
finnur, að það þykknar í lofti og dimmir við sj óndeildarhring.
Lagerkvist var þegar áður stríðsmaður andans. En almenningi
fannst ef til vill barátta hans vera honum einum viðkomandi. Eða