Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Side 7
NÁTTÚRUSKOÐARINN OG SKÁLDIÐ
187
virðist sem þarna hafi gerzt mikil tíðindi í forneskju, fjallið sprung-
ið að endilöngu, bergfylla furðu mikil steypzt niður í dalinn og
orðið að urðarhólum þeim, sem bærinn Hraun er við kenndur.
Síðan hafi vatn fallið í lægðina og skapað stöðuvatnið, en eftir
standi bergstál fjallsins, hinir hömróttu, himingnæfu tindar. —
Heldur virðist hrjóstrugt
á Hrauni heim að líta og
útsýni ekki mikið, en fag-
urt er þar þó, margar
blómsælar brekkur og
lynggóðar lautir í skjóli
hinna háu fjalla, fuglalíf
mikið og fjölgresi,en áin
dunandi á aðra hönd.
Þarna í dalnum undir
dröngunum bláu óx Jón-
as upp, glaðvært og bráð-
þroska barn, er varð
ljóð á munni ótrúlega
snemma. En sumarið
1816, þegar hann var á
níunda árinu, drukknaði
faðir hans sunnudageinn
eftir messu, er hann var
að veiðum uppi í Hrauns-
vatni. Líkið var flutt
heim. Þar horfði dreng-
urinn stórum, dökkum Jónas HaUgrimsson
og óttafullum augum á Líkneski eft:r Einar Jónsson myndhöggvara
kaldvota ásýnd föður síns. Þannig kom sorgin til hans, sá hinn
mikli mótandi mannlegra sálna.
Eftir þetta fór Jónas fram að Hvassafelli til Guðrúnar, móðursyst-
ur sinnar, og dvaldist þar um sinn. Atti hann bezta atlæti, en hefur
líklega leiðst, að minsta kosti bindst hann ekki orða um það síðar,
að dagarnir hafi orðið sér meini blandnir á marga lund.
Þess er næst að geta, að árið 1823, er Jónas var fimmtán ára, fór