Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Side 27

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Side 27
VERKEFNI ÍSLENZKRA FRÆÐA 207 söfnum Joar sem helzt mætti búast við áhugasemi um þessi efni. Þetta yrði þá eins konar bráðabirgðaútgáfa, sem einlægt inætti fullgera parta úr og gefa út á prent þegar ástæður þættu til. Við bókmennta- rannsóknir yrði þetta stórfelld framför hjá því sem verið hefur. Og nú þegar í ráði er að semja mikla íslenzka orðabók sem taki yfir málið frá miðri 16. öld til vorra daga, er ekki aðeins æskilegt heldur brýn nauðsyn að rit þessara alda séu til handbær í einhverjum text- um sem unnt sé að vitna til og orðtaka. Ef einhver skriður ætti að komast á verk sem þetta, yrði vel fær maður að geta gefið sig að því heill og óskiptur. Hann yrði vitanlega að vera fluglæs á hvers konar skrift, hafa glöggt auga fyrir staf- setningu og vera fullkunnandi í öllum þeim vinnubrögðum sem þarna þyrfti til. Hann ætti að hafa alla yfirumsjón og endurskoða hvert einstakt verk er unnið væri, en jafnframt yrði hann að hafa fé til umráða til að launa aðstoðarmönnum. Undir leiðsögn hans ætti að fara fram sífelld starfsemi til að bræða og skíra málminn úr námum íslenzkra handritasafna og gera hann nothæfan. Það væri ekki ónýtt æfingarverk íslenzkunemendum háskólans að fá einhver kvæði eða rímur eða önnur rit til að gera úr garði og færa í lag eftir öllum handritum, vinna verkið undir eftirliti sérfróðs manns og eiga þar á ofan von á einhverri þóknun að launum. En einsætt væri að stefna að því að sumt úr þessum bókmenntum yrði prentað hið bráðasta. Því verður ekki unað til lengdar að eiga ekki heildarútgáfur helztu höfunda, eins og t. d. séra Einars Sigurðs- sonar, séra Ólafs á Söndum, séra Hallgríms Péturssonar, séra Stefáns Ölafssonar, séra Gunnars Pálssonar, Eggerts Ólafssonar. Rit sumra þessara skálda hafa að vísu verið prentuð, en þær útgáfur eru í alla staði ófullnægjandi og að sumu leyti mjög villandi, t. d. útgáfa Stefánskvæða, sem inniheldur margt sem séra Stefán á sannarlega enga hlutdeild í. Við þurfum Iíka endilega að eignast á prenti úrval íslenzkra kvæða frá 16.—18. öld. Það sem mestu máli skiptir er að einhvers staðar verði hafizt handa og ísinn brotinn, því að þá verð- ur jafnan auðveldara að halda áfram á eftir. Auðvitað fást verk eins og þau sem hér er um að ræða ekki unnin án fjárframlaga. Það hlýtur að kosta peninga að eiga menningararf frá liðnum öldum, vilji menn ekki láta það óorð á sér sitja að þeir geymi hans eins og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.