Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Page 62
242
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
þjóðarinnar og andleg örbirgð lekið á sig átakanlegri myndir en í
lok 18. aldar og á fyrstu áratugum 19. aldarinnar En fyrr en varði
gerðust ný tíðindi úti í lieimi, sem áttu eftir að hafa stórfelldari
áhrif hér á landi en nokkurn hefði grunað. Hin unga, framsækna
horgarastétt lét ekki fjötra sig lengi í viðjum einveldis og aðals-
stjórnar. Hugsjónir frönsku bylt-
ingarinnar voru ekki dauðar,
þótt þær hefðu látið lítið á sér
hera og hopað fyrir ofurefli um
skeið. Brátt tóku frjálslyndar
skoðanir að eflast á nýjan leik.
Krafan um aukið stjórnmálalegt
frelsi varð stöðugt ákveðnari og
háværari. Barátta var hafin.fyr-
ir afnámi einveldisins og sköpun
þingræðisstjórna. Hjá þeim
þjóðum, sem voru undirokaðar
af öðrum ríkjum, rann sú krafa
saman við þjóðfrelsisbaráttuna,
er nú fékk byr undir báða vængi
og hófst á nýtt stig. Slík saga
gerðist í Ungverjalandi, Pól-
landi, Irlandi og hér heima á Is-
landi. Arið 1880 náði þessi alda hámarki með júlíbyltingunni í
Frakklandi. Það var sigurár borgarastéttarinnar. I hverju landinu
á fætur öðru hrundi hið farlama einveldi til grunna, þing voru
stofnsett, — valdaskeið borgarastéttarinnar fór í hönd.
Fyrsti boðberi þessara hræringa hér á landi var skagfirzki bónda-
sonurinn og hákarlaformaðurinn Baldvin Einarsson. Hann bar fram
kröfuna um endurreisn Alþingis og aukið lýðfrelsi í ýmsum mynd-
um. Á hæla honum komu Fjölnismenn' og Jón Sigurðsson, sem
allir höfðu hrifizt með af júlíbyltingunni og öllu því umróti, sem
hún kom af stað.
Eftir að borgarastéttin hafði setzt að völdum í flestum stórveld-
um álfunnar, hófust tímar margs konar framfara. Iðnaður og-verzl-
un efldust hröðum skrefum. Auður einstakra manna og fyrirtækja
Gísli Brynjóljsson