Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Page 22

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Page 22
12 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR einig fært sönnur ó, að rit það, sem P. H. Resen kallar „anonymi Islandi Descriptio“ er ekkert annað en íslandslýsing Sigurðar, en á þessu riti og íslandslýsingu Sigurðar byggir Resen að miklu leyti sína kunnu íslandslýsingu, Islandiœ nova descriptio, sem er að finna í sjöunda bindi verksins Atlas Danicus. íslandslýsing Resens, sem einnig er óprentuð, er frá árunum 1684—87. Margt væri enn að skrifa um Qualiscunque descriptio Islandiœ, en rúmsins vegna læt ég mér nægja að vitna í nokkra kafla, til að gefa sýnishorn af stíl Sigurðar og hugsanagangi og gefa nokkra hugmynd um, hvílíkur brunnur fróðleiks íslandslýsing hans er. I síðari hluta bókarinnar lýsir Sigurður, eins og áður var á drepið, siðum og venjum íslendinga. Nokkrar síður úr þessum kafla hefur Guðmundur Finnbogason þýtt (Skírnir 1933, bls. 82— 88) og fylgi ég hér þýðingu hans. Sigurður skrifar hér m. a.: „Víkjum nú að siðum Islendinga. Virðist mér mjög margt í þeim ekki aðeins sæmilegt, heldur og mjög fjarri búralegri villimennsku. Verður þó að vera fáorður og tala með eins konar varúð um þá, því bæði eru lýsingar á þeim efnum að jafnaði fremur tortryggðar, sök- um þess að höfundar, sem að öðru leyti eru hvorki slæmir né öfga- fullir, hefja hver þjóð sína til skýjanna með óhóflegu og óviðjafn- anlegu lofi, og hins vegar skilur hver maður, að eins og á sömu engjum og í sömu skógum er mikill munur á verðmæti, fegurð og gæðum grasa, jurta og trjáa, eins eru jafnt siðir sem líkamsvöxtur manna mjög mismunandi, þó að fæddir séu í sama landi og í sama loftslagi, af sömu foreldrum og auk þess aldir við sama fæði og sömu húsakynni. Hér við bætist, að í hinni miklu spillingu í öllum efnum eru með hverri þjóð fleiri vondir menn en góðir og er það eitt í raun og veru hörmulegast. En með því að eitthvað verður þó einnig að drepa á þetta efni, þá vil ég fyrst taka það fram um þjóð vora, að menn eru þar að eðlisfari hneigðir til hæversku, góðgerðar- semi, vinsemdar og hvers konar mannúðar og ástunda fyrst og fremst frið og spekt. Því að eftir að lokið var hinum fornu óeirðum, deilum og baráttu ofstopafullra og metnaðargjarnra manna, er ollu hinni mestu sundrung þjóðfélagsins, er hvergi með neinni þjóð meiri friður en á eyju vorri. Af því sprettur hógværð íslendinga og hinn mikli þýðleiki og góðvildin sjálf, sem þeir sýna hver öðrum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.