Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Side 23

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Side 23
SIGURÐUR STEFÁNSSON OG ÍSLANDSLÝSING HANS 13 í hinni ljúfustu og sannarlega lofsverðri greiðasemi hver við annan á allar lundir, enda er þeim ljóst, að ekki eru önnur traustari bönd og taugar mannfélagsins en gagnkvæm góðvild.“ Sigurður lýsir síðan gestrisni íslendinga og heldur áfram: „Svo hugulsamir eru jafnvel margir bændur við gesti, að þeir láta engu sleppt, sem þeir hyggja að verða megi þeim til skemmtunar. Taka þeir stundum upp sögubækur heimilisins og lesa nokkrar stundir skærri röddu sögur um ýmsa menn og önnur forn fræði; stundum kveða þeir gamlar rímur með þýðum, dillandi rómi, stundum hafa þeir til skemmtunar spil eða teningakast eða manntafl, sem mjög tíðkast, stundum er líka farið í hina alþýðlegu hringdansa og dans- leika, sviplíka þeim, sem sagt er að Ameríkubúar hafi. Er þá fyrst valinn einn af vinnumönnunum eða öðrum viðstöddum, sem vel hefur lært þessa kvæðalist og þykir meiri raddmaður en aðrir. Syng- ur hann í fyrstu nokkra stund, svo sem í forsöngs skyni, með skjálf- andi og dillandi röddu eitthvað, sem lítil eða engin hugsun er í, því að þar heyrast nálega eingöngu atkvæðin ha, ha, ha, ho, ho, ho, he, he, hu, ho, ha, he, o. s. frv., sem einnig eru síðar endurtekin hvað eftir annað í sjálfu kvæðinu. Til þess nú að áheyrendunum verði ljúfara samræmið, eru hafðir tveir meðsöngsmenn, sem settir eru sinn til hvorrar handar forsöngvaranum, og syngja þeir nokkuð dýpri og stöðugri röddu, er nálgast bassa. Verður af þessu ekki ó- þýður samhljómur og ekki óljúfur samsöngur. Og meðan þessir þrír á þennan hátt eru að syngja forsönginn og eru að hugsa upp eitt- hvað smellið kvæði til að hafa við hann, taka hinir höndum saman og skipa sér í hring eða velja sér tveir og tveir stað, sem þeir halda meðan dansinn er stiginn. Síðan dansa þeir með miklu fjöri þegj- andi eftir hljóðfallinu, og til þess að söngmennirnir reyni því meir á röddina gera þeir hávaða, svo að þeir verða auðveldlega upp- gefnir eftir stutta stund. Þegar nú þessum þætti er lokið, hefja ein- stakir menn til skiptis nokkra minni háttar söngva og stíga einnig hægan dans eftir hljóðfalli þeirra, en eru þó ekki lengur í sömu sporum, heldur stíga stöðugt virðulegan hringdans, unz allir hafa lokið söngvum sínum. Og fyrir þessar sakir verður það auðveldlega, að gestrisni landa vorra virðist eigi aðeins einlæg, vel við eigandi og frjálsmannleg, heldur og ljúf og yndisleg. En hér ber þess að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.