Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Qupperneq 64
54
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Eins og sakir standa og rök hafa verið leidd að, verðum við í bili
að færa nautgriparækt lil stærri svæða en verið hefur og draga úr
sauðfjárrækt að sama skapi, meðan við erum að sigrast á þeim
örðugleikum, sem gera hana að lítt arðbærum atvinnuvegi í ýmsum
landshlutum.
BÚREKSTURINN
Aldrei lýkur maður svo upp blaði eða riti, þar sem málefni bænda
eru á dagskrá, að maður sjái ekki sífellt stagl og nudd um fólksleysið
hjá bændum.
Það hafa verið prentaðar hroðalegar sögur um það, að bændur
yrðu að drepa niður fénaðinn, af því að þeir fengju ekkert fólk til
þess að heyja fyrir honum. Meira að segja hefur það frétzt, að bless-
aðar kýrnar hafi verið leiddar út af básunum með fullum júgrum í
hágróandanum og drepnar, alsaklausar, af því að enginn fékkst til
að mjólka þær. (Það var mikið, að nokkur skyldi fást til að slátra
þeim.)
Reyndar verður ekki unnt að koma tröllasögunum um fólksleysi
bænda heim við þá óvefengjanlegu 'staðreynd, að við framleiðum
of mikið af kindakjöti. Maður getur ekki varizt þeirri hugsun, að ef
hægt hefði verið að nudda fleira fólki út í sveitirnar til þess að
heyja hjá stórbændunum, þá hefði þurft að gefa mun fleiri krónur
með kjötinu okkar og ef til vill urða ögn meira af því.
Samhliða þeirri tækni og ræktun, sem búnaður okkar kemur til
með að tileinka sér á næstu árum, þróast hann í þá átt að verða að
mestu leyti einyrkjabúskapur, þ.e.a.s., bóndinn og fjölskylda hans
vinna aðallega að rekstri búsins, aðfengið vinnuafl verður ekki
notað svo að nokkru nemi.
Meginþorri íslenzkra bænda hefur á liðnum árum verið einyrkjar,
við hin erfiðustu kjör. Hví skyldu þeir ekki geta verið það, þegar
þeir hafa tileinkað sér ræktunartækni og verkmenningu nýs tíma.
Og ef meginþorri bænda leggur ótrauður út á þessa braut, hví skyldi
þeim, sem ímynda sér, að þeir geti ekki rekið bú sín, nema hafa
gnægð þjónustufólks, vera vandara um en hinum?