Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Síða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1946, Síða 76
66 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ágrip. Nokkuð ber á kímni, en hún missir oft marks, kvæðið Gýgjamál er ein- göngu ósmekklegt og Himnahymnar heldur óskemmtilegt þó það sé nýstárlegt. Það mætti fara fögrum orðum um þessa bók Jóhannesar ef miðað væri við allan þorra þeirra ljóða sem menn eru að bögglast við að hnoða saman á ís- landi. En Jóhannes úr Kötlum verður að þola það að Ijóð hans séu metin með tilliti til þess sem hann getur gert bezt. Vonandi þarf hann ekki að fara eins hörðum orðum um næstu bók sína og þessa. M. K. Kristján N. Júlíus (K. NJ: KVIÐLINGAR OG KVÆÐI. Richard Beck gaf út. Reykjavík. Bók- fellsútgáfan h.f. 1945. Það mun hafa sýnt sig fyrir jólin að mörgum þótti fengur að nýrri útgáfu af ljóðum Káins. Fyrri ljóðabók hans, Kviðlingar, kom út 1920 og hefur lengi verið mjög sjaldgæf. Ilins vegar hefur margt af því sem hann orti verið einkar vinsælt, og er það að vonum. Kímni hans er mjög sérstæð og óvenjulega laus við þá græsku sem annars tíðkast meðal íslenzkra skopskálda. Þegar honum tekst bezt eru vísur hans svo látlausar og óbrotnar að þær mættu vera til fyrir- myndar. Hinu er ekki að leyna að svið hans er mjög þröngt, og margt af því sem hann orti hefur nú alveg misst gildi sitt, enda þótt Vesturíslendingum kunni að hafa þótt það skemmtilegt einhvem tíma. Þannig er því farið um flest veizlukvæði hans og mörg önnur. Ilafa örlög hans vafalaust orðið lík og margra annarra skemmtilegra manna, að fyndnin verður þeim kvöð og gerist krampakennd og óeðlileg. Um útgáfu af verkum slíkra manna er tvennt til. Annar kosturinn er sá að gefa út allt sem þeir hafa látið eftir sig og sýna þannig takmarkanir þeirra og breyskleika ásamt verðleikunum; hinn að gefa aðeins út það sem vel er gert og nokkurt gildi hefur, og er sá kostur langtum betri bæði fyrir lesendur og höfund. Utgefandi þessarar bókar hefur valið hvorugan kostinn. Að vísu segir hann í eftirmála: „Vitanlega hefur einnig verið tekið tillit til þess, hvert skáldskapargildi kvæðin og vísurnar áttu“, en allt að einu er í bókinni urmull vísna og kvæða sem hafa öldungis ekkert gildi. Gefur þetta all furðulega hugmynd um skáldskaparsmekk útgefandans. Mér hefur talizt svo til að úr fyrri ljóðabókinni, Kviðlingum, hafi verið sleppt 9 vísum „af þeirri ástæðu, að tilefni þeirra var gleymt og gildi þeirra horfið að sama skapi“. Hefði þeirri reglu verið fylgt, hefði orðið að sleppa mjög mörg- um vísum sem standa í bókinni skýringarlausar og torskildar. Ein af vísunum sem sleppt hefur verið úr Kviðlingum hefði ekki spillt bókinni þótt hún hefði fengið að fljóta með: Merkin ber til gra/ar glögg greyiS séra Jóhann! Það he/ur veríð Jirœlslegt högg þegar merin sló hann.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.