Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Side 40

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Side 40
278 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR einmitt frelsi hans til að svala heilbrigðum hvötum sínum og þrám, frelsi hans til að afla sér menntunar og menningar og aukins jjroska. Ef einstaklingur leggur fyrr greinda skilninginn í frelsis- hugtakið og fer að sýna jiann skilning í verki, þá tekur jíjóðfélagið í taumana, kveður upp þann dóm, að hann hafi misbeitt einstakl- ingsfrelsi sínu, og sviptir hann í bráð eða lengd ]jví frelsi, sem hann hefur misbeitt. Þegar rætt er um lýðréttindi slík sem ritfrelsi, málfrelsi og mann- fundafrelsi svo sem höfuðdyggðir lýðræðisþjóðfélags, þá leggur óspillt siðferðiskennd auðvitað ekki þann skilning í þessi hugtök, að þau eigi að tákna frelsi til að beita lygi, fölsun og blekkingum í umræðum um þjóðfélagsmál, frelsi til að æsa upp tilefnislausan ótta, heift og hatur í eigingjörnum tilgangi, frelsi til að rugla dómgreind almennings og sveigja almenningsálitið til fylgis við rangan málstað með aðferðum hins andlega ofbeldis, frelsi lil að flytja lognar eða litaðar fregnir af atburðum þeim, sem gerast í heiminum. Óspillt siðferðiskennd leggur auðvitað ekki þennan neikvæða skilning í fyrr nefnd hugtök, heldur þann jákvæða skilning, að þau skuli tákna skilyrðislaust frelsi til að bera sannleikanum vitni og afhjúpa hvers konar spillingu, frelsi til að beita orðsins brandi gegn rang- læti, ofbeldi og kúgun, frelsi til að boða hugsjónir framfara, mann- úðar og menningar, jafnréttis og bræðralags, hversu sem slíkt kann að koma í bága við sérhagsmuni einstaklinga eða stétta. Ef vér lítum nú á stjórnmálaveruleika liins borgaralega lýðræðis- fulltrúar sósíalismans gera sér hins vegar ljóst, að hér er að ræða um menn- ingarleysi tilheyrandi frumstæðu stjórnmálaskipulagi, sem verður sjálft að hverfa, eigi raunveruleg stjórnmálamenning að geta skapazt. Annars er hin lnngræðislega dægurpólitík engan veginn aðalatriðið, þegar um er að ræða stjórnmálaspillingu horgaralýðræðisins og misheitingu lýðfrelsisins. Aðalatriðið er það, hvernig háttað er málflutningi um höfuðatriði þjóðmálanna, þjóð- skipulagsmálefnin sjálf, stéttargrundvöll þjóðfélagsins, eðli lýðræðis, auð- valds og sósíalisma svo og ýmis milliríkjamál, sem þessurn málefnum eru tengd, eðli hinnar miklu þjóðfélagstilraunar í Ráðstjórnarríkjunum og svo framvegis. Og þegar um þessi höfuðmálefni er að ræða, er hin óhrekjanlega staðreynd sú, að fulllrúar sósíalismans eru í öllum meginefnum málflytjendur hins vísindalega sjónarmiðs í ])jóðfélagsmálum, málflytjendur liins þjóðfélags- lega sannleika, þar sem áróðursmenn horgarastéttarinnar eru málflytjendur þjóð- félagslegrar lygi í þágu blindra yfirstéttarhagsmuna.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.