Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Blaðsíða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Blaðsíða 19
UM DAGINN OG VEGINN 9 það veitir sér, til dæmis er hvorki bað né vatnssalerni í allri sveit- inni, og teljast þó slíkir hlutir til lágmarksþæginda í híbýlum manna nú á tímum. Samkomuhús handa útigángslirossum Nú þegar sæmilega rekin bú spenna ekki hest fyrir dráttartæki nema í viðlögum, og sum ekki árið um kríng, en ferðalög eru farin í bifreiðum, bregður svo við að hrossafjöldi heldur áfram að aukast í landinu svo fróðir menn telja hann hafi ekki áður verið meiri, meðan hesturinn var þarfasti þjónninn. Alment er álitið að af hér- umbil 70 þúsund hestum í landinu muni 40—50 þúsundum vera ofaukið. Landbúnaðarsérfræðíngar skora á bændur að leggja af óþarfa hrossaeign. Árni Eylands kallar slíkan búskap leifar gamall- ar vanmenníngar, líkjandi við lús. íslenskir hestar eru léleg mark- aðsvara þó stöku sinnum megi af hendíngu selja smáhópa útúr landinu við lágu verði. Helgi Briem fyrverandi verslunarfulltrúi í Miðevrópu hefur skýrt frá því hve illa þessi hross hafi líkað þar sem þau voru keypt, í Póllandi og Þýskalandi, fyrir stríð, og óhugs- andi að þar geti orðið frambúðarmarkaður fyrir þau. Tugþúsundir arðlauss stóðs eru látnar darka í landinu og yrja upp gróður þess. En málið hefur fleiri hliðar en hina hagrænu. Utigángshrossin eru meira en leifar gamallar vanmenníngar einsog lús, þau eru bók- staflega skömm í íslensku þjóðlífi. Menn sem liafa ánægju af að láta þessar veslíngs skepnur standa úti í vetrarfárviðrum, og naga sinu, mold og klaka, eru ósviknir dýrakvalarar. í fornum trúar- brögðum eru dýrakvalarar taldir meðal þeirra sem muni fyrstir brenna í eilifum eldi. Þíngmaður úr einu mesta útigángshrossahéraði landsins flutti í vetur lagafrumvarp um að taka skemtanaskattinn af þjóðleikhús- sjóði og byggja fyrir hann samkomuhús og leikhús í sveitum. Þeir sem hafa með menskum tilfinníngum horft á útigángshross í Skaga- firði skjögrandi af hor á vordegi eftir harðan lángan vetur munu sannarlega ekki sjá eftir fé úr þjóðleikhússjóði né öðrum sjóðum til samkomuhúsa í því héraði — handa útigángshrossum fyrst og fremst. Menníng sveitanna byrjar nefnilega ekki með leikhúsi, held-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.