Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Blaðsíða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Blaðsíða 22
12 'IÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 1874. Síðan hefur þemaval íslenskra tónskálda yfirleitt verið útlent, hin íslenska hrynjandi saungs er einnig týnd og var hún þó kanski enn sérkennilegri en nokkurntíma þemun; og gömlu frumstæðu tón- tegundunum, sem voru orðnar innlendar hjá okkur, hefur verið fórn- að, tvísaungsforminu, kvarttóninum, fimmundarhljómnum; öllu; — og fyrir bragðið vill einginn hlusta á það sem íslensk tónskáld setja saman. Útlendíngar spyrja: hvar er ísland? íslensk tónskáld svara á bjagaðri dönsku: við þekkjum það ekki. Ég veit að hér rís Jón Leifs upp öndverður, en vill hann, sem er okkar von, gera svo vel og bera verk sín framfyrir heiminn og sýna hvað hann getur. Gítarinn og Venus Vagga er ekki einsdæmi um hluti sem, þó hafnir séu til skýa í list, verka falskt á íslendinga. íslenskt málverk stendur það miklu hærra en flestar íslenskar listir, að myndir okkar bestu manna eru sýndar um leið og myndir annarra manna. Athugun á íslensku málverki í heild liefur enn ekki verið gerð, og sumir málara okkar, jafnvel ýmsir þeir lærðustu og gáfuðustu, vita ekki altaf jafnglögt hvar þeir standa. Má ég benda á ofurlítið atriði í sambandi við fyrskrifað um vögguna, eftilvill gæti það orðið einhverjum lykill. Hjá sumum bestu málurum okkar, einkum þeim sem tekið hafa áhrifum í höfuð- borg myndlistarinnar, París, bregður stundum fyrir formi kunnu úr myndum suðrænna meistara: gítar. Þeir sem mála, ekki síður en hinir sem skrifa, verða að muna að fyrst og fremst mála þeir og skrifa á hug manna. Gítar í íslenskri mynd segir annað en gítar hjá Picasso og Braque. Fólk teingir altaðrar hugmyndir við gítar í Suð- urlöndum en hér. Picasso er kominn úr landi þar sem gítar er þjóð- tákn, ekki aðeins hljóðfæri heimilis, knæpu og torgs, heldur einnig ástar, túnglsljóss og nætur. Gítar er meira að segja konserthljóð- færi á Spáni. í hug suðræns manns vekur þetta form minníng um unað lífsins. í íslenskri mynd vekur gítar altaðrar hugmyndir, þetta form minnir íslendíng á ekkert af því sem það tjáir suðrænum manni. Hjá okkur táknar gítar sáluhjálparher og gamlar danskættaðar meykellíngar — öfugt við alt sem gítar segir hjá Picasso. Það er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.