Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Blaðsíða 30

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Blaðsíða 30
20 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR íremur en endranær gjarna mega eiga þess kost að skyggnast fram í tímann um nokkurra ára bil og huga að því, hvað þar er í vænd- um. A nýársnótt verður kvikt í klettum og hólum, að því er þjóð- sögnin hermir, þá opnast bæði álfaborgir og dvergasteinar og jafn- vel dauðra manna grafir, allar vættir ísalands fara þá á kreik, góðar bæði og illar, hollar bæði og heiftugar mennskum mönnum. Þá er viðsjált víða og háskasamlegt, ef ekki er gát á höfð og forsjár gætt við hvert fótmál. Aldrei liggur meira við en þá, að fjandanum sé eigi réttur litli fingur, að hann hrifsi ekki til sín höndina og því næst manninn allan, önd og sál með búki. Sú er önnur sögn, að þá er maður situr úti á krossgötum nýjársnótt að leita frétta af huldum vættum, flykkist að honum álfafólk, allt frá því er dagsett er orðið, og vilji freista hans með krásum, gulli og gersimum. Standist hann þær ginningar allt til dags, öðlast hann eigi aðeins þá vizku, er hann sækist eftir, heldur og þá fjársjóði alla, er álfarnir höfðu eftir skilið. Sá maður mun verða gæfumaður á síðan. Láti maðurinn aftur á móti glepjast af tylliboðum hinna fagurmálu, en fláhugulu gesta, missir hann alls, bæði auðs og vizku, glatar ráði og rænu og jafnvel mennsku manneðli sínu, gerist tröllum líkur og aldrei framar nrönnum sinnandi. íslenzk þjóð stendur nú á tímamótum, sem örlagarikari kunna að reynast en nokkur önnur í þúsund ára sögu hennar. Vér gætum jafnvel sagt, að þjóðin stæði nú á áramótum í táknrænum skilningi, út runnið væri hið fyrsta stórár jrjóðarævinnar, þúsund vetra árið, en bjarma tekið af hinu nýja stórári næstu þúsund vetra, gengið væri gamlárskvöld þessa liins mikla jijóðarárs og áliðið orðið nýj- ársnætur. Ef litið er á árin allra síðustu, gjörningaveður það, sem yfir mannheima hefur gengið, þá illu ásókn, er þjakað hefur hið mennska kyn, og margvíslegan tröllskap, er villa skyldi um mann- fólkið, svo að því glataðist trú á hugsjón alls hins góða og sanna, hugsjón frelsis, jafnréttis og bræðralags, þá dylst eigi táknræn lík- ing þessa tímabils við hinar kynjarönnnu og kynngimögnuðu ára- mótastundir, svo sem þeim er lýst í fornum fræðum. Hefur ekki þessi árin, svo sem títt er á gamlárskvöldi og nýjársnóttu, furðu- margt óvenjulegt verið á kreiki, bæði illt og gott, hreint og óhreint?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.