Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Blaðsíða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Blaðsíða 35
SKILIÐ ÍSLENDINGUM FJÁRSJÓÐUM SÍNUM AFTUR 25 Vér, danskir lýðháskólamenn, teljum það því hörmulegt, að ein- mitt þau íslenzk handrit, sem kynnt hafa oss þessa fjársjóði andans, skuli nú þurfa að verða tilefni óvildar milli Jslands hins nýja tíma og Danmerkur nútímans, og af allri sál vorri mótmælum vér því, að danskir fræðimenn beiti vafalausum lagalegum rétti Danmerkur til að halda þjóðarfjársjóðum Islands gegn jafn vafalausum sið- ferðilegum rétti Islendinga til þess að fá þá aftur. Vér vitum alltof vel, að íslenzka þjóðin getur ekki átt lagalegan rétt til þeirra 15—16 dýrmætu handrita, sem á 17. og 18. öld kom- ust í eigu danska konungsins og eru nú varðveitt á Konunglega bókasafninu, en meðal þeirra eru einstæðir hlutir eins og Codex regius með fornkvæðum Sæmundar-Eddu og Flateyjarbók, m. a. með frásögninni um Ameríkuför Leifs heppna. Hið sama er að segja um hinn íslenzka hluta safns Árna Magnússonar, 2—3000 bindi, ásamt mestum hluta allra kálfsskinnsskjala, sem enn eru til frá fornöld Islands. Árni Magnússon, einn af lærðustu og merkustu mönnum Islands, arfleiddi Kaupmannahafnarháskóla — eða öllu heldur bókasafn háskólans — að þeim ásamt öðrum eignum sínum. Lagalega séð getur því enginn véfengt danskan eignarrétt vorn á næstum því öllu, sem varðveitzt hefur af íslenzkum handritum. En þrátt fyrir þetta staðhæfum vér, að þessi handrit eigi öll að afhenda íslendingum nú við allsherjarskipti félagsbúsins milli þjóða vorra. Vér eigum að láta þau af hendi, vegna þess að allur siðferði- legur réttur er Islands megin, vegna þess að í vísindaskyni hljóta þau að verða bezt hagnýtt á íslandi, og vegna þess að vér viljum uppfylla innilegustu ósk annarrar norrænnar þjóðar og getum það án þess að missa neins í sjálfir, hvorki vísindalega né þjóðlega. 1. Siðierðilegur réttur Islendinga Hið endurreista íslenzka lýðveldi hejur siðjerðilegan rétt til hinna miklu íslenzku handritasajna í Kaupmannahöfn, sölcum þess að þau komust í eign konungs vors og háskóla af þeirri ástœðu einni, að konungurinn var þá einnig konungur lslands, og háskóli vor var einnig háskóli íslands. Ef bjarga átti hinurn dýrmætu skjölum og bókum frá tortímingu í sárfátæku, bókasafnsvana og háskólalausu landi, eins og ísland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.