Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Blaðsíða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Blaðsíða 51
LÝÐRÆÐl 41 fram, að þar í landi eru eingöngu einmenningskjördæmi við kosn- ingar til þings, eins og í Englandi. Um einmenningskjördæmafyrir- komulagið í Englandi er raunar alkunnugt, að það er í hæsta máta ólýðræðislegt, þar sem það tryggir yfirleitt stærstu stjórnmála- flokkunum miklu fleiri þingsæti en þeir eiga að réttu lagi eftir heildartölu kjósenda sinna. I Englandi væri jafnvel hugsanlegt, að stærsti stjórnmálaflokkurinn hlyti einn öll þingsætin, enda þótt hann ætti hvergi nærri helming greiddra atkvæða í landinu, ef svo vildi til, að fylgi flokkanna skiptist eftir nokkurn veginn sömu hlut- fallstölum í öllurn kjördæmunum. Slík afskræming lýðræðisins get- ur aldrei orðið afleiðing einmenningskjördæmafyrirkomulagsins í Ráðstjórnarríkjunum, vegna þess hvernig fulltrúakjöri er háttað. í kosningalögunum er sem sé svo ákveðið, að sá frambjóðandi, sem hlýtur meira en helming gildra atkvæða í til teknu kjördæmi, skuli teljast kjörinn (102. gr.), en hljóti enginn frambjóðenda meira en helming gildra atkvæða, þá skal innan hálfs mánaðar efnt til nýrrar kosningar í því kjördæmi um þá tvo frambjóðendur, er flest at- kvæði hlutu (105. gr.). Með þessu móti er það tryggt, að sérhver þingmaður megi teljast fulltrúi meiri hluta kjósenda í sínu kjör- dæmi og þingið í heild þar með skipað af raunverulegum þjóðar- meirihluta. 1 borgaralýðræðisríkjunum er þessu yfirleitt öðru vísi háttað. Þar getur frambjóðandi náð kosningu, þó að hann hljóti ekki nema þriðjung eða fjórðung atkvæða eða jafnvel ennþá minna, vegna þess að sá telst kosinn, sem flest fær atkvæðin. Þar má það telja til undantekninga, að þingmaður sé kosinn með meiri hluta atkvæða, og þar getur þing verið svo skipað, að það sé í heild kosið af raunverulegum þjóðarminnihluta, og meira að segja gæti það beinlínis haft þjóðarmeirihlutann á móti sér. Hugsum oss til dæmis einmenningskjördæmi í borgaralýðræðisríki, þar sem þrír eru í kjöri og einn hlýtur 40% atkvæða, annar 35% og hinn þriðji 25%. Atkvæðahæsti maðurinn nær kosningu, enda þótt liann eigi ekki helming atkvæða. Nú gæti vel átt sér stað, að flestir eða allir þeir kjósendur, sem ekki greiddu honum atkvæði, væru ákveðnir andstæðingar hans, þannig að niðurstaða nýrrar kosningar um hann og næsthæsta frambjóðandann reyndist sú, að hinn síðarnefndi næði kosningu með 60% atkvæða eða því sem næst. I Ráðstjórn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.